Freyr: Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. mars 2017 06:00 Freyr Alexendersson og kvennalandsliðið. Vísir/Getty Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira
Fótbolti Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, tilkynnti í gær 23 manna leikmannahóp sem mætir Slóvakíu og Hollandi ytra í tveimur vináttuleikjum í byrjun næsta mánaðar. Í hópinn vantar fjóra fastamenn sem eru meiddir en það eru Dagný Brynjarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir. Sú síðastnefnda sleit krossband fyrir nokkrum vikum og á engan möguleika á að ná EM í Hollandi í sumar. Hinar eru líklegri en staðan er ekki góð. „Ég er auðvitað óánægður með að þurfa að glíma við þetta núna þegar það eru ekki nema rúmlega 100 dagar í Evrópumótið,“ sagði Freyr á fréttamannafundi í gær frekar svekktur með stöðuna á liðinu. Freyr gat stillt upp nánast sama liði alla undankeppnina þar sem stelpurnar unnu alla leiki nema einn en nú þegar styttist í mótið þarf hann að tækla þessi meiðslavandræði. „Það hafa aðrir leikmenn komið inn og fengið tækifæri. Ég hef fengið mörg jákvæð svör og er í heildina sáttur við undirbúninginn til þessa fyrir utan þessi meiðsli,“ sagði Freyr. Hann sagði að Dagný Brynjarsdóttir væri frá fram í apríl og gæti ekki spilað þessa stundina en lengra væri í Hólmfríði og Söndru Maríu.Sara Björk Gunnarsdóttir.Vísir/GettyHarpa ekki hætt Íslenska liðið hefur verið án Hörpu Þorsteinsdóttur, aðalframherja þess, frá því undankeppni EM 2017 lauk. Hún var markahæst í undankeppninni með tíu mörk og algjör lykilmaður í sóknarleiknum. Frá því að hún meiddist eru stelpurnar búnar að spila sjö leiki án þess að framherji sem byrjar leikinn skori mark. „Já, þetta er rétt hjá þér,“ sagði Freyr þegar þessi tölfræði var borin undir hann á fundinum í gær. „Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki verið ánægður með öll þau svör sem ég hef fengið frá þeim leikmönnum sem hafa fengið tækifærið í fjarveru Hörpu en ég er ekki búinn að gefast upp á þeim.“ Harpa tók sér frí vegna barnsburðar en hennar annað barn kom í heiminn fyrir tveimur vikum. „Ég fundaði með Hörpu fyrir viku. Það var í fyrsta sinn sem við ræddum málin eftir barnsburðinn. Ég þurfti fyrst og fremst að fá svar við því hvort hún ætlar að halda áfram í fótbolta og svarið við því var jákvætt. Tíminn leiðir svo í ljós hvort hún verði komin í nægilega gott stand til að spila fyrir landsliðið,“ sagði Freyr.Margrét Lára Viðarsdóttir.Vísir/GettyBíður eftir þeim bestu Mark Sampson, kollegi Freys hjá enska landsliðinu, tilkynnir lokahópinn fyrir EM á mánudaginn en það ætlar Freyr svo sannarlega ekki að gera alveg strax. Hann veit hver sterkasti hópur hans er en getur ekki tekið ákvörðun vegna meiðslanna. „Ég mun bíða eftir lykilmönnum eins lengi og ég get. Það er alveg ljóst að ég þarf að bíða. Það vita allir hvaða leikmenn þetta eru og þetta eru leikmenn sem skipta máli,“ sagði Freyr en benti á stöðu karlalandsliðsins á EM í fyrra. „Við skulum ekki gleyma því að Aron Einar og Kolbeinn komu haltrandi inn á EM en þeir skiluðu góðri frammistöðu. Ég lærði af undirbúningi karlaliðsins að tilkynna hópinn ekki of fljótt. Ég mun bíða eins lengi og ég get með lokahópinn til að sjá hvort okkar sterkustu póstar komi til baka.“Vísir/Getty
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Sjá meira