Víðir samdi við Þrótt: "Kemur til Þróttar klyfjaður reynslu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 17:34 Víðir Þorvarðarson í leik með ÍBV á sínum tíma á verðandi heimavelli sínum í Laugardalnum. Vísir/Vilhelm Víðir Þorvarðarson hefur ákveðið að skipta um lið í fótboltanum en Eyjamaðurinn er þó ekki á leiðinni í Pepsi-deildina aftur í það minnsta ekki fyrr en næsta haust. Víðir fékk með Fylkisliðinu í fyrra en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Inkasso lið Þróttar. Þróttur féll ásamt Fylki úr Pepsi-deildinni í fyrrahaust. Þróttarar segja frá þessu á heimasíðu sinni. Víðir Þorvarðarson er 24 ára framherji sem er alinn upp í ÍBV. Hann skoraði 3 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni síðasta sumar og hefur alls skorað 19 mörk í 112 leikjum í efstu deild á Íslandi. 82 af þessum leikjum spilaði hann fyrir ÍBV. „Það er alltaf gaman að fá til okkar bráðunga reynslubolta. Víðir kemur til Þróttar klyfjaður reynslu frá spilamennsku sinni með ÍBV, Stjörnunni og Fylki. Hann er kvikur, nettur, skapandi og skruggufljótur. Þetta er skeinuhættur leikmaður að okkar skapi og hinir frábæru Köttarar eiga eftir að elska kappann. Hann smellpassar við hjartað í Reykjavík,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar í viðtali við heimasíðu félagsins. „Víðir mætir til leiks með mikil gæði í farteskinu og við vorum sérstaklega ánægðir með hversu mikla löngun hann sýndi til að spila með Þrótti. Það verður spennandi að sjá Víði sprikla í Laugardalnum. Hann er litríkur leikmaður og skemmtilegur á velli. Stórhættulegur í návígjum og með tækni og hæfileika, sem getur splundrað vörnum andstæðinga,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. Víðir er eitt af síðustu púslunum í leikmannahóp Þróttar fyrir sumarið í Inkasso-deildinni, en til liðsins á undirbúningstímabilinu eru komnir Birkir Þór Guðmundsson frá Aftureldingu, Daði Bergsson frá Val, Grétar Sigfinnur Sigurðarson frá Stjörnunni, Sveinbjörn Jónasson frá KH og Viktor Jónsson frá Víkingi Reykjavík. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Víðir Þorvarðarson hefur ákveðið að skipta um lið í fótboltanum en Eyjamaðurinn er þó ekki á leiðinni í Pepsi-deildina aftur í það minnsta ekki fyrr en næsta haust. Víðir fékk með Fylkisliðinu í fyrra en hefur nú skrifað undir tveggja ára samning við Inkasso lið Þróttar. Þróttur féll ásamt Fylki úr Pepsi-deildinni í fyrrahaust. Þróttarar segja frá þessu á heimasíðu sinni. Víðir Þorvarðarson er 24 ára framherji sem er alinn upp í ÍBV. Hann skoraði 3 mörk í 13 leikjum í Pepsi-deildinni síðasta sumar og hefur alls skorað 19 mörk í 112 leikjum í efstu deild á Íslandi. 82 af þessum leikjum spilaði hann fyrir ÍBV. „Það er alltaf gaman að fá til okkar bráðunga reynslubolta. Víðir kemur til Þróttar klyfjaður reynslu frá spilamennsku sinni með ÍBV, Stjörnunni og Fylki. Hann er kvikur, nettur, skapandi og skruggufljótur. Þetta er skeinuhættur leikmaður að okkar skapi og hinir frábæru Köttarar eiga eftir að elska kappann. Hann smellpassar við hjartað í Reykjavík,“ segir Ótthar Sólberg Edvardsson, framkvæmdastjóri Þróttar í viðtali við heimasíðu félagsins. „Víðir mætir til leiks með mikil gæði í farteskinu og við vorum sérstaklega ánægðir með hversu mikla löngun hann sýndi til að spila með Þrótti. Það verður spennandi að sjá Víði sprikla í Laugardalnum. Hann er litríkur leikmaður og skemmtilegur á velli. Stórhættulegur í návígjum og með tækni og hæfileika, sem getur splundrað vörnum andstæðinga,“ segir Gregg Oliver Ryder, þjálfari Þróttar. Víðir er eitt af síðustu púslunum í leikmannahóp Þróttar fyrir sumarið í Inkasso-deildinni, en til liðsins á undirbúningstímabilinu eru komnir Birkir Þór Guðmundsson frá Aftureldingu, Daði Bergsson frá Val, Grétar Sigfinnur Sigurðarson frá Stjörnunni, Sveinbjörn Jónasson frá KH og Viktor Jónsson frá Víkingi Reykjavík.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira