Handbolti

Tvær goðsagnir leggja landsliðsskóna á hilluna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Narcisse og Omeyer lyfta heimsmeistarabikarnum.
Narcisse og Omeyer lyfta heimsmeistarabikarnum. vísir/getty
Eftir samtals 665 landsleiki og fjölda stórtitla hafa Thierry Omeyer og Daniel Narcisse ákveðið að leggja landsliðsskóna á hilluna.

Þeir félagar spila væntanlega leikina tvo við Noreg í undankeppni EM 2018 í maí og láta svo gott heita.

Omeyer og Narcisse, sem leika báðir með Paris Saint-Germain, hafa verið lykilmenn í franska landsliðinu sem hefur drottnað yfir handboltanum á undanförnum árum.

Þeir urðu báðir heimsmeistarar á heimavelli 2001 og endurtóku leikinn í janúar þegar Frakkar urðu heimsmeistarar í sjötta sinn.

Omeyer, sem er fertugur, lék sinn fyrsta landsleik 1999. Þessi frábæri markvörður var valinn besti leikmaður heims 2008.

Narcisse þreytti frumraun sína með landsliðinu 2000. Hann hefur leikið 309 landsleiki og skorað 912 mörk. Narcisse var valinn besti leikmaður heims 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×