Samþykktu einróma tillögur um Sundabraut og gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar Birgir Olgeirsson skrifar 21. mars 2017 17:47 Frá gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar. Ja.is Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess. Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í dag tillögur borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins er varða Sundabraut og gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg.Tillaga borgarfulltrúa er varðar Sundabraut var á þá leið að borgarstjórn samþykki að hefja viðræður við innanríkisráðuneytið um Sundabraut. Markmið þess er að vinna að arðsemismati og kostnaðargreiningu, ákvarða endanlega útfærslu og legu brautarinnar og tímasetja framkvæmdina. Í tillögunni er varðar gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg var orðalagið upphaflega á þá leið að borgarstjórn samþykki að teknar verði upp viðræður við Vegagerðina um gerð mislægra gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Þessu orðalagi var breytt á þá leið að borgarstjórn samþykki að taka upp viðræður við Vegagerðina um útfærslu gatnamóta við Reykjanesbraut-Bústaðaveg í því skyni að auka umferðaröryggi, draga úr mengun og greiða fyrir umferð. Voru báðar tillögurnar samþykktar einróma á fundi borgarstjórnar í dag en flutningsmaður tillögunnar var Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Gert ráð fyrir Sundabraut frá árinu 1975 Í greinargerð sem fylgdi tillögunni um Sundabraut kemur fram að gert hafi verið ráð fyrir Sundabraut í aðalskipulagsuppdráttum Reykjavíkur frá árinu 1975. Var lagning Sundabrautar talin ein megin forsendan fyrir byggð í Grafarvogi þegar verið var að hefja uppbyggingu þar á fyrri helmingi níunda áratugarins. „Auk þess var Sundabraut talin ein meginforsendan fyrir sameiningu Reykjavíkur og Kjalarneshrepps á sínum tíma. Allt bendir til þess að arðsemi af slíkum framkvæmdum verði mikil. Brautin yrði mikilvæg tenging við Grafarvog, eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. við iðnaðarsvæðið á Esjumelum og mikilvægt öryggisatriði ef kæmi til þess að rýma þyrfti stóran hluta borgarinnar á skömmum tíma,“ segir í greinargerðinni. Þar kemur einnig fram að Sundabraut hafi síðast verið slegið á frest með samgöngusamningi Reykjavíkurborgar og ríkisins árið 2012 en þá var fyrirhugaðri lagningu frestað um heilan áratug, eða til ársins 2022. „Engu að síður er enn gert ráð fyrir Sundabraut í núverandi aðalskipulagi. Nú á síðustu misserum hefur farið fram mikil skipulagsvinna í Elliðavogi og í Gufunesi og því er nauðsynlegt og löngu tímabært að ákveða endanlega legu og útfærslu brautarinnar svo aðrar skipulagsákvarðanir útiloki ekki hugsanlega besta kost í þeim efnum,“ segir í greinargerðinni.Sérstaklega gætt að gangandi og hjólandi vegfarendum Í tillögunni um gatnamót við Reykjanesbraut og Bústaðaveg er tekið fram að sérstaklega verði gætt að leggja áherslu á öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda sem og greiða fyrir umferð strætisvagna um gatnamótin. Áhersla verði jafnframt lögð á að mannvirkið fari sem best í umhverfinu og að ríkulegt tillit verði tekið til náttúru Elliðaárdalsins við hönnun þess.
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira