Þurfa að ferðast fjórtán þúsund kílómetra í heimaleikina sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2017 23:15 Hermenn fylgjast með fótboltaleik í Sýrlandi. Vísir/AFP Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Stríðsátökin í Sýrlandi hafi nú staða í að verða sjö ár og enn sér ekki fyrir endanum á þeim. Það eiga allir erfitt uppdráttar í landinu og fótboltamenn þjóðarinnar eru þar engin undantekning. Fótboltamennirnir gefast þó ekki upp en sýrlenska deildin er enn í gangi og landsliðið tekur áfram þátt í alþjóðlegum keppnum. Sextán lið eru í sýrlensku deildinni og Al-Jaish SC frá Damaskus hefur unnið titilinn undanfarin tvö tímabil. Fótboltalandslið Sýrlendinga tekur þátt í undankeppni HM 2018 og þó að útlitið sé ekki gott upp á að komast áfram þá hefur liðið staðið sig betur í undanriðlinum en lið Kína og Katar. Vandamálið var hinsvegar að landsliðið getur að sjálfsögðu ekki spilað heimaleiki sína í Sýrlandi enda enginn öruggur þar. Um tíma gekk illa að finna heimavöll fyrir landslið Sýrlands en hann fannst á endanum í Malasíu. Leikmenn sýrlenska landsliðsins þurfa því að ferðast vel yfir samtals fjórtán þúsund kílómetra til að spila heimaleiki sína í undankeppninni. Sýrland hefur þegar spilað tvo heimaleiki í Seremban í Malasíu, gerðu markalaust jafntefli við bæði Suður-Kóreu og Íran. Eini sigur liðsins kom hinsvegar á útivelli á móti Kína. Næsti heimaleikur Sýrlendinga er síðan á móti Úsbekistan og hann er gríðarlega mikilvægur því landslið Úsbekistan er í næsta sæti fyrir ofan Sýrland sem er jafnframt síðasta sætið í riðlinum sem hefur möguleika á áframhaldandi keppni. BBC fjallar um stöðu mála í fótboltanum í Sýrlandi og hefur sett saman stutta athyglisverða heimildarmynd um ástandið. Hana má finna hér.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Sýrland Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira