Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 15:54 "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum," segir Einar. vísir/eyþór „Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
„Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36