Ríkið setji hömlur á hækkun leiguverðs og reki eigin leigufélög Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 22. mars 2017 15:54 "Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum," segir Einar. vísir/eyþór „Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans. Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
„Það verður að teljast nokkuð aumt hvað okkur hefur lítið miðað í rétta átt í þessum málum,“ segir Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, um húsnæðismál hér á landi. Hann segir að aðgerða sé þörf og leggur til að ríkið taki virkari þátt í þessum málum, meðal annars með hömlum á hækkun leiguverðs og eigin leigufélögum. „Ég er þeirrar skoðunar að ríkið eigi að gera meira til að útvega fólki þak yfir höfuðið. Til dæmis með því að stuðla að hagstæðum aðstæðum á leigumarkaði, ekki síst með ákveðnum hömlum á hækkun leiguverðs, líkt og þekkist sums staðar erlendis. Auk þess þætti mér eðlilegt og sjálfsagt að ríkið ræki eigin leigufélög þar sem þeir sem standa höllum fæti gætu fengið inni,“ sagði Einar á Alþingi í dag. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingar, lýsti sömuleiðis yfir áhyggjum af stöðu húsnæðismála, en hann er þeirrar skoðunar að leigufélög hafi leitt til þessarar miklu hækkunar á leiguverði. „Aukin áhrif leigufasteignafélaga á markaði hafa leitt til þess að þau hafa keypt heilu fjölbýlishúsin til að stækka eignasafn sitt og um leið veitt leigjendum aðgengi að húsnæði. Tilkoma þessara leigufélaga hafa valdið því að æ fleiri berjast um húsnæði og leiguverð stórhækkar. Verst bitnar þetta á eignalitlum einstaklingum og barnafjölskyldum sem eiga ekki eigið húsnæði,“ sagði Guðjón. Húsnæðisverð hefur hækkað mjög að undanförnu – og raunar hefur það hvergi hækkað eins mikið og á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank, og er það í fyrsta sinn sem Ísland er efst á þeim lista frá því að mælingar hófust. Þá hækkaði fasteignaverð í fyrra mun hraðar en kaupmáttur launa og hafa hækkanirnar ekki verið meiri frá því í ársbyrjun 2006, að því er fram kemur í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00 Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35 Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36 Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Svindlari nýtir sér erfiðan leigumarkað Tveir viðmælendur Fréttablaðsins saka Halldór Sanne um að hafa milljónir af þeim með svikum á leigumarkaði. 22. mars 2017 06:00
Húsnæðisverð hvergi hækkað meira en á Íslandi Húsnæðisverð hækkaði hvergi í heiminum meira en á Íslandi á síðasta ári samkvæmt skýrslu fasteignafélagsins Knight Frank. 21. mars 2017 18:35
Fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa Síðasta árið hefur fasteignaverð hækkað mun hraðar en kaupmáttur launa og í raun hafa hækkanir á fasteignaverði síðustu 12 mánuði ekki verið meiri síðan í ársbyrjun 2006. 22. mars 2017 10:36