Metnaður í mikilvægum greinum Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar 23. mars 2017 07:00 Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Mest lesið Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Það var aðdáunarvert að fylgjast með ungum metnaðarfullum nemendum keppa nýverið á Íslandsmótinu í iðn- og verkgreinum. Metnaðurinn leyndi sér ekki og ljóst að framtíðin er björt fyrir íslenskan iðnað hvað varðar hæfileika nemenda í iðn-, tækni- og verkgreinum í dag. Eða hvað? Veruleikinn í íslensku atvinnulífi er því miður sá að mörg fyrirtæki og margar greinar skortir fagmenntað fólk og sú staðreynd kemur niður á afkastagetu þeirra. Það er ekki lengur framtíðarógn heldur staðreynd að nýliðun er ábótavant og fagmenn standa frammi fyrir miklum vanda. Íslenskt atvinnulíf hefur vissulega aðgang að öflugum nemendum sem ljúka metnaðarfullu námi, en betur má ef duga skal. Hlutfall þeirra sem velja iðn-, tækni- og verknám að loknu grunnskólanámi verður að hækka og megináhersla okkar sem vinnum að menntamálum verður á næstu misserum að stuðla að því að svo verði. Hindranir Í þessari vinnu eru þó nokkrar hindranir sem mikilvægt er að menntakerfið í samstarfi við atvinnulífið skoði saman og þrói með þeim hætti að námið sé aðgengilegt þeim sem hafa áhuga á að mennta sig í þessum greinum. Í því sambandi þarf að horfa jafnt til ímyndarmála og kerfisins sem menntuninni eru búnar. Hvað ímynd varðar þá virðist sú mynd sem margir hafa af tilteknum iðngreinum lítið eiga skylt við raunveruleikann t.d. hvað varðar snyrtimennsku, vinnuaðstöðu, verkefni og tekjur. Eins hafa fyrirframgefnar hugmyndir varðandi hlutverk kynjanna verið áberandi og hlutur kvenna í iðn-, tækni- og verknámi hefur ekki verið jafn hár og eðlilegt mætti teljast í samfélagi sem komið er jafn langt í jafnréttisumræðunni og raun ber vitni. Hvað varðar kerfislægan vanda má m.a. benda á það óöryggi og flækjustig sem fylgt getur því að nemendur útvegi sér samning í þeirri grein sem sótt er um nám í, ferlið verður flóknara og þegar við bætist námstími sem er, eftir nýjustu breytingar, orðinn lengri en hefðbundið bóknám til stúdentsprófs vinnur það ekki með greinunum. Við þetta bætist svo að enn eru leiðir til framhaldsnáms óskýrar, margar iðngreinar eru skilgreindar sem fámennar iðngreinar sem veldur því að erfitt er að halda uppi hefðbundnu námi og mikilvægt er að þróa leið sem gerir nemendum á landsbyggðinni kleift að ljúka námi í iðngreinum í sinni heimabyggð, enda eru menntamál líka byggðamál. Framtíðin er björt, við eigum einstaklega hæfileikaríkt ungt fólk sem hefur ákveðið að leggja fyrir sig nám í iðn-, verk- og tæknigreinum en við þurfum að auka veg þessara greina hvað fjölda nemenda varðar og þá sér í lagi að horfa til þess að auka hlut ungra kvenna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun