Allt sem við vitum um árásina í London: Fjórir látnir og sjö handteknir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2017 08:12 Árásin var gerð í hjarta Lundúna, á Westminster-brúnni og við þinghúsið. vísir/getty Fjórir létust, þar með talið árásarmaðurinn sjálfur, og 29 manns slösuðust í hryðjuverkaárás sem gerð var nærri þinghúsinu í London eftir hádegi í gær. Sjö manns hafa verið handteknir í tengslum við árásina en handtökur voru meðal annars gerðar í London og Birmingham. Lögreglan hyggst ekki nafngreina árásarmanninn strax og biður fjölmiðla um að gera það ekki. Talið er að hann hafi verið einn að verki og hafi verið undir áhrifum frá alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Hér á eftir fer samantekt á því sem vitað er nú um árásina, byggð á umfjöllun BBC og Guardian.Hvað gerðist? Klukkan 14:40 í gær ók árásarmaðurinn bíl eftir Westminster-brúnni, nálægt þinghúsinu. Hann drap að minnsta kosti tvo gangandi vegfarendur og særði fjölda annarra. Árásarmaðurinn keyrði síðan á handrið við þinghúsið, hljóp út úr bílnum vopnaður hnífi og hljóp að þinghúsinu þar sem hann mætti lögreglumönnum. Maðurinn stakk einn lögreglumann, sem var óvopnaður, til bana.Video shows woman falling into River Thames in #Westminster terror attack; she is being treated for serious injuries https://t.co/FJuqZFlFyJ pic.twitter.com/BKujsPhqFj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 22, 2017 Hvernig var árásarvettvangurinn? Vitni hafa lýst árásarvettvangnum með miklum hryllingi. Einn þeirra, Richard Tice, sagði að hann hefði verið að koma af Westminster-neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 14:45 og var þá sagt af lögreglumönnum að fara út á Westminster-brúna. Þar sá Tice fólk hljóta aðhlynningu þar sem það lá í götunni. Honum var sagt að bíll hefði keyrt á miklum hraða yfir brúna, frá suður til norðurs, og keyrt niður fólk. „Ég sá að minnsta kosta átta manns liggjandi á brúnni,“ sagði Tice.Hver eru fórnarlömbin? Af þeim sem létust í árásinni hefur aðeins nafn lögreglumannsins verið gefið upp. Hann hét Keith Palmer, var 48 ára gamall og hafði starfað sem lögreglumaður í fimmtán ár. Hann lætur eftir sig eiginkonu og börn. Ein kona og einn maður létust svo þegar bílnum var keyrt á þau á Westminster-brúnni. Á meðal hinna særðu eru svo þrír lögreglumenn sem voru á brúnni þegar árásin átti sér stað. Tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Þá var einni konu bjargað eftir að hún féll af brúnni og í Thames-ána. Hún slasaðist við fallið en ekki er vitað hversu alvarlega. Lögreglan hefur sagt að hinir slösuðu séu af ýmsum þjóðernum. Þannig var hópur franskra skólabarna á brúnni og slösuðust einhver þeirra. Fjórir háskólastúdentar eru einnig á meðal hinna slösuðu sem og fimm suður-kóreskir ferðamenn.Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.graphic newsHver er árásarmaðurinn og var hann einn að verki? Bæði lögreglan sem og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt að talið sé að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Þó hafa sjö verið handteknir í tengslum við árásina en árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur. Þá hefur þjóðerni hans ekki verið gefið upp. Á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, hjá lögreglunni í London, að talið sé að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum frá alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum og hryðjuverkastarfsemi tengdri öfgafullum íslamistum. Þá sagði hann að lögreglan væri nú að einbeita sér að því að rannsaka hvað lá að baki árásinni, hvernig hún var undirbúin og hvort að árásarmaðurinn hafi notið einhverrar aðstoðar eða átt sér vitorðsmenn. Rowley sagði að lögreglan hefði ekki upplýsingar um að almenningur væri í hættu vegna yfirvofandi annarrar árásar.Hvaða öryggisráðstafanir hafa verið gerðar? Þingfundi var slitið í kjölfar árásarinnar í gær og var stjórnmálamönnum, blaðamönnum og gestum ekki hleypt út úr þinghúsinu eða skrifstofum þess í fimm klukkutíma. Þá var fjöldi bygginga í grennd við þinghúsið rýmdur. Báðar deildir breska þingsins munu koma saman í dag samkvæmt dagskrá. Lögreglan hefur sagt að það verði bæði aukinn fjöldi vopnaðra og óvopnaðra lögreglumanna á götum Lundúna í dag. Þá hefur viðbúnaðarstig vegna ferðalaga til og frá Bretlandi verið hækkað í það að árás er nú talin mjög líkleg.Hvað með svæðið þar sem árásin var gerð? Westminster-neðanjarðarlestarstöðinni hefur verið lokað en þó er hægt að skipta þar um lest. Lögreglan fólk um að forðast eftifarandi svæði: Þingtorgið, Westminster-brúna, Lambeth-brúna, Victoria-stræti upp með Broadway og Victoria Embankment upp að Embankment-lestarstöðinni. Tengdar fréttir Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Segir andrúmsloftið hafa verið yfirvegað og fólk þar inni sem hefur lent í öðru eins. 22. mars 2017 21:53 Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43 Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Fjórir létust, þar með talið árásarmaðurinn sjálfur, og 29 manns slösuðust í hryðjuverkaárás sem gerð var nærri þinghúsinu í London eftir hádegi í gær. Sjö manns hafa verið handteknir í tengslum við árásina en handtökur voru meðal annars gerðar í London og Birmingham. Lögreglan hyggst ekki nafngreina árásarmanninn strax og biður fjölmiðla um að gera það ekki. Talið er að hann hafi verið einn að verki og hafi verið undir áhrifum frá alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum. Hér á eftir fer samantekt á því sem vitað er nú um árásina, byggð á umfjöllun BBC og Guardian.Hvað gerðist? Klukkan 14:40 í gær ók árásarmaðurinn bíl eftir Westminster-brúnni, nálægt þinghúsinu. Hann drap að minnsta kosti tvo gangandi vegfarendur og særði fjölda annarra. Árásarmaðurinn keyrði síðan á handrið við þinghúsið, hljóp út úr bílnum vopnaður hnífi og hljóp að þinghúsinu þar sem hann mætti lögreglumönnum. Maðurinn stakk einn lögreglumann, sem var óvopnaður, til bana.Video shows woman falling into River Thames in #Westminster terror attack; she is being treated for serious injuries https://t.co/FJuqZFlFyJ pic.twitter.com/BKujsPhqFj— BBC Breaking News (@BBCBreaking) March 22, 2017 Hvernig var árásarvettvangurinn? Vitni hafa lýst árásarvettvangnum með miklum hryllingi. Einn þeirra, Richard Tice, sagði að hann hefði verið að koma af Westminster-neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 14:45 og var þá sagt af lögreglumönnum að fara út á Westminster-brúna. Þar sá Tice fólk hljóta aðhlynningu þar sem það lá í götunni. Honum var sagt að bíll hefði keyrt á miklum hraða yfir brúna, frá suður til norðurs, og keyrt niður fólk. „Ég sá að minnsta kosta átta manns liggjandi á brúnni,“ sagði Tice.Hver eru fórnarlömbin? Af þeim sem létust í árásinni hefur aðeins nafn lögreglumannsins verið gefið upp. Hann hét Keith Palmer, var 48 ára gamall og hafði starfað sem lögreglumaður í fimmtán ár. Hann lætur eftir sig eiginkonu og börn. Ein kona og einn maður létust svo þegar bílnum var keyrt á þau á Westminster-brúnni. Á meðal hinna særðu eru svo þrír lögreglumenn sem voru á brúnni þegar árásin átti sér stað. Tveir þeirra eru alvarlega slasaðir. Þá var einni konu bjargað eftir að hún féll af brúnni og í Thames-ána. Hún slasaðist við fallið en ekki er vitað hversu alvarlega. Lögreglan hefur sagt að hinir slösuðu séu af ýmsum þjóðernum. Þannig var hópur franskra skólabarna á brúnni og slösuðust einhver þeirra. Fjórir háskólastúdentar eru einnig á meðal hinna slösuðu sem og fimm suður-kóreskir ferðamenn.Smella má á myndina til að sjá hana í stærri útgáfu.graphic newsHver er árásarmaðurinn og var hann einn að verki? Bæði lögreglan sem og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt að talið sé að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Þó hafa sjö verið handteknir í tengslum við árásina en árásarmaðurinn hefur ekki verið nafngreindur. Þá hefur þjóðerni hans ekki verið gefið upp. Á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, hjá lögreglunni í London, að talið sé að árásarmaðurinn hafi verið undir áhrifum frá alþjóðlegum hryðjuverkasamtökum og hryðjuverkastarfsemi tengdri öfgafullum íslamistum. Þá sagði hann að lögreglan væri nú að einbeita sér að því að rannsaka hvað lá að baki árásinni, hvernig hún var undirbúin og hvort að árásarmaðurinn hafi notið einhverrar aðstoðar eða átt sér vitorðsmenn. Rowley sagði að lögreglan hefði ekki upplýsingar um að almenningur væri í hættu vegna yfirvofandi annarrar árásar.Hvaða öryggisráðstafanir hafa verið gerðar? Þingfundi var slitið í kjölfar árásarinnar í gær og var stjórnmálamönnum, blaðamönnum og gestum ekki hleypt út úr þinghúsinu eða skrifstofum þess í fimm klukkutíma. Þá var fjöldi bygginga í grennd við þinghúsið rýmdur. Báðar deildir breska þingsins munu koma saman í dag samkvæmt dagskrá. Lögreglan hefur sagt að það verði bæði aukinn fjöldi vopnaðra og óvopnaðra lögreglumanna á götum Lundúna í dag. Þá hefur viðbúnaðarstig vegna ferðalaga til og frá Bretlandi verið hækkað í það að árás er nú talin mjög líkleg.Hvað með svæðið þar sem árásin var gerð? Westminster-neðanjarðarlestarstöðinni hefur verið lokað en þó er hægt að skipta þar um lest. Lögreglan fólk um að forðast eftifarandi svæði: Þingtorgið, Westminster-brúna, Lambeth-brúna, Victoria-stræti upp með Broadway og Victoria Embankment upp að Embankment-lestarstöðinni.
Tengdar fréttir Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Segir andrúmsloftið hafa verið yfirvegað og fólk þar inni sem hefur lent í öðru eins. 22. mars 2017 21:53 Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43 Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Sjá meira
Kristinn var í þinghúsinu þegar árásin var gerð: "Örugglega öruggasti staðurinn í London í dag“ Segir andrúmsloftið hafa verið yfirvegað og fólk þar inni sem hefur lent í öðru eins. 22. mars 2017 21:53
Salka vinnur í byggingu til móts við breska þingið: „Ég er auðvitað voðalega óttaslegin“ „Ég sá fréttir af þessu og svo var sendur út tölvupóstur þar sem tilkynnt var að enginn mætti yfirgefa vinnustaðinn og var öllum gert að halda sig inni“ 22. mars 2017 17:43
Skotum hleypt af fyrir utan breska þingið Árásarmaður ók bíl á gangandi vegfarendur á Westminsterbrúnni í London, áður en hann reyndi að komast inn í þinghúsið. 22. mars 2017 14:58