Khalid Masood: Hvað er vitað um árásarmanninn í London? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. mars 2017 09:06 Einn hinna særðu fluttur á sjúkrahús á miðvikudag. vísir/getty Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley. Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Síðan nafn mannsins sem gerði hryðjuverkaárás við þinghúsið í London á miðvikudag var birt í fjölmiðlum hafa ýmsar upplýsingar verið birtar um árásarmanninn, Khalid Masood. Hann var 52 ára gamall, fæddist sem Adrian Russel Ajao í Kent á jóladag 1964 og var seinast búsettur í Winson Green í Birmingham ásamt eiginkonu sinni og ungu barni. Masood hafði búið víðs vegar um Bretland, meðal annars í Crawley, West Sussex, Luton og Austur-London, og var þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum en fæðingarnafni sínu. Í umfjöllun BBC um Masood kemur fram að talið sé að Masood hafi leigt bílinn sem hann notaði í árásinni frá bílaleigu í Birmingham. Þegar hann tók bílinn á leigu kvaðst hann starfa sem kennari en Masood hefur þó aldrei starfað sem kennari í enskum skóla.Hafði ítrekað komist í kast við lögin Fimm létust í árás Masood og þá hefur tala slasaðra hækkað en á blaðamannafundi í morgun sagði Mark Rowley, lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókn málsins, að fimmtíu hefðu slasast og að ástand tveggja hinna særðu væri enn mjög alvarlegt. Alls hafa tíu manns verið handteknir en lögreglan gengur út frá því við rannsókn sína að Masood hafi verið einn að verki. Fólkið sem hefur verið handtekið er hins vegar grunað um að hafa verið að skipuleggja aðra hryðjuverkaárás. Masood hafði ítrekað komist í kast við lögin frá árinu 1983 en seinasti dómur sem hann hlaut var frá árinu 2003 þegar hann var dæmdur fyrir að vera með hníf í fórum sínum. Fyrir einhverjum árum síðan hafði lögreglan svo Masood til rannsóknar vegna gruns um að hann tengdist öfgahópum en lítið er vitað um þá rannsókn eða hvað kom út úr henni. Það er allavega ljóst að Masood var ekki á radarnum hjá bresku leyniþjónustunni, MI5, þar sem engin gögn eru til um hann þar.Lýst sem fjölskyldumanni sem var aldrei til vandræða Iwona Romek var nágranni mannsins og sagði í samtali við Guardian að Masood hefði verið indæll maður. Hann hafi mikið unnið í garðinum sínum, verið fjölskyldumaður og aldrei til vandræða. Hins vegar hafi fjölskyldan skyndilega flutt út í desember síðastliðnum en Romek vissi ekki hvers vegna þau hafi flutt. Eins og áður segir er talið að Masood hafi verið einn að verki en að hann hafi verið undir áhrifum alþjóðlegra hryðjuverkasamtaka og hryðjuverkastarfsemi. Íslamska ríkið lýsti í gær ábyrgð á árásinni en lögreglan telur ekki að Masood hafi verið meðlimur í þeim samtökum. Á blaðamannafundi í morgun sagði Rowley að rannsókn lögreglunnar beinist aðallega að því að reyna að komast að því hvað hafi búið að baki árásinni, hvernig undirbúningi Masood var háttað og hvort hann hafi átt sér vitorðsmenn. „Fyrirætlanir okkar eru að komast að því hvort hann var í raun einn að verki undir áhrifum frá alþjóðlegri hryðjuverkastarfsemi eða hvort að aðrir hafi hvatt hann til árásarinnar eða stutt hann,“ sagði Rowley.
Tengdar fréttir Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00 Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56 Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásarmaðurinn hafði ítrekað komist í kast við lögin Átta manns hafa verið handteknir vegna árásarinnar í London á miðvikudag. Árásarmaðurinn er samt talinn hafa staðið einn að verki. Theresa May forsætisráðherra hvatti Breta til að láta ekki óttann stjórna sér. 24. mars 2017 07:00
Hver eru fórnarlömbin í London? Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. 23. mars 2017 14:56
Lést á spítala eftir árásina á þinghúsið 75 ára gamall karlmaður lést af sárum sínum í kvöld á spítala eftir eftir árásina á breska þinghúsið á London í gær. Hann er fjórða fórnarlamb árásarinnar. 23. mars 2017 21:42