Skotsilfur Markaðarins: Spariféð í sveitina og sjóðirnir skoða næsta leik Ritstjórn Markaðarins skrifar 24. mars 2017 13:00 Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Skotsilfur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru óánægðir með sölu á 30 prósentum í Arion banka og ætla að færa bankaviðskipti sín til þeirra fjögurra sparisjóða sem eftir eru. Áður en þeir keyra sparifé sitt í næsta útibú á Hólmavík, eða í 233 kílómetra fjarlægð frá Reykjavík, ættu þeir að glugga í þriggja ára gamla skýrslu um erfiðleika og fall sparisjóðanna, kynna sér sögu Spron eða yfirstandandi rannsókn héraðssaksóknara á því hvernig AFL-sparisjóður á Siglufirði virðist hafa verið holaður að innan. Það hafa nefnilega ekki allir sparisjóðir verið reknir eins og Sparisjóður Suður-Þingeyinga þar sem Ari Teitsson ræður ríkjum.Jón Eggert hættur hjá Kviku Það kvarnaðist enn frekar úr hópi verðbréfamiðlara í markaðsviðskiptum Kviku banka í vikunni þegar Jón Eggert Hallsson sagði upp störfum í fyrradag. Hann var ráðinn til Straums fyrir tveimur árum sem sameinaðist skömmu síðar MP banka undir nafninu Kvika. Jón Eggert er annar miðlarinn sem lætur af störfum hjá Kviku á skömmum tíma en undir lok síðasta árs hætti Sigurður Hreiðar Jónsson hjá bankanum og stofnaði félagið Kletta Capital, sem annast eignastýringu fyrir hönd viðskiptavina, ásamt Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni.Þórarinn V. Þórarinsson, hæstaréttarlögmaður og ráðgjafi lífeyrissjóðanna.Skoða næsta leik Eftir viðræður við Kaupþing – með mislöngum hléum – í vel á annað ár er orðið ljóst að ekkert verður af kaupum lífeyrissjóðanna á hlut í Arion banka í lokuðu útboði. Þórarinn V. Þórarinsson, ráðgjafi sjóðanna, sagði í gær að það hefði vakið undrun hversu stór hlutur var seldur til erlendra fjárfesta og að Kaupþing hefði núna slitið öllum samningaviðræðum við sjóðina sem hefðu „varið miklum tíma og töluverðum kostnaði í að undirbúa þessi kaup“. Það kæmi því ekki á óvart ef sjóðirnir skoði nú að fara fram á að Kaupþing bæti þeim upp ráðgjafarkostnað sem til hefur fallið vegna viðræðnanna.Skotsilfrið er óvægin innsýn inn í bakherbergi viðskipta og atvinnulífs á landinu. Pistillinn birtist í Markaðnum í Fréttablaðinu á miðvikudögum.
Skotsilfur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira