Bankaráðsformaður Landsbankans segir nýjar höfuðstöðvar brýnar en ekki flottræfilshátt Heimir Már Pétursson skrifar 24. mars 2017 20:00 Bankaráðsformaður Landsbankans segir að enginn flottræfilsháttur verði á nýjum höfuðstöðvum bankans sem nauðsynlegt sé að byggja af hagkvæmnisástæðum. Landsbankinn ákveður í vor hvort hann byggir nýjar höfuðstöðvar á Hörpu-reitnum eða annars staðar. Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu á nýju Marriott hóteli við Hörpu. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í núverandi byggingu í Austurstræti í tæp nítíu ár. En hann er með starfsemi víða annars staðar í Kvosinni á um 20 þúsund fermetrum. Stjórnendur bankans telja brýnt að byggja nýjar höfuðstöðvar og hafa gefið sér tímafrest í þeim efnum. Reyndar hefur bankinn verið á þessari lóð allt frá árinu 1898 en hús sem byggt var það ár eyðilagðist í bruna árið 1915. Það var síðar endurbyggt og aðalbyggingin kominn í núverandi mynd árið 1924. Fyrir um tveimur árum ákvað bankaráð að hefja hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar á hörpureitnum en vegna mikillar gagnrýni var fallið frá þessum áformum sumarið 2015. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans segir að nú þrýsta aðstæður hins vegar á að bankinn hrökkvi eða stökkvi varðandi lóðina við Hörpu. „Jú það er rétt hjá þér. Við höfum falið nýjum bankastjóra að fara mjög vel yfir málin. Yfir þær greiningar og þarfir sem við höfum sett. En það er orðið mjög brýnt að leysa húsnæðismál bankans og þess vegna ætlum við að taka ákvörðun í vor,“ segir Helga Björk. Framkvæmdir annarra aðila á Hafnartorgi eru langt komnar en þær byggingar tengjast beint skipulaginu við Hörpu. Meðal annars mun samtengdur bílastæðakjallari fyrir rúmlega þúsund bíla liggja undir öllu svæðinu. Í dag voru síðan opnuð tilboð í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa á við Hörpu en verkið á að hefjast strax í næsta mánuði. Allar þessar framkvæmdir þrýsta því á ákvörðun af hálfu Landsbankans sem hefur heimild til að byggja 16 þúsund fermetra hús á hörpureitnum. „Það er alveg ljóst að ef hús verður byggt þarna verður verslun og þjónusta á neðstu hæðinni, þá munum við ekki nýta það. Við munum ekki þurfa allt þetta húsnæði þannig að við munum þurfa að leigja eða selja út frá okkur, ef til kemur að byggt verði þarna,“ segir bankaráðsformaðurinn. En í dag er talið að bankinn þurfi um 11 þúsund fermetra undir höfuðstöðvar. Helga segir aðstöðu bankans búna að vera óviðuandi lengi á þrettán stöðum í miðborginni ásamt fleiri stöðum víða um borgina. Þetta sé spurning um hagræðingu en ekki flottræfilshátt. „Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum að vera í svona dreifðri starfsemi í allt of stóru húsnæði. Við þurfum sveigjanleika til framtíðar og að sjálfsögðu ef til kemur að við byggjum hús, hvort sem það verður á hörpureitnum eða annars staðar, þá verður enginn flottræfilsháttur þar á bæ. En þetta er mjög brýnt verkefni fyrir bankann,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir. Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Bankaráðsformaður Landsbankans segir að enginn flottræfilsháttur verði á nýjum höfuðstöðvum bankans sem nauðsynlegt sé að byggja af hagkvæmnisástæðum. Landsbankinn ákveður í vor hvort hann byggir nýjar höfuðstöðvar á Hörpu-reitnum eða annars staðar. Í dag voru opnuð tilboð í uppsteypu á nýju Marriott hóteli við Hörpu. Landsbankinn hefur verið með höfuðstöðvar sínar í núverandi byggingu í Austurstræti í tæp nítíu ár. En hann er með starfsemi víða annars staðar í Kvosinni á um 20 þúsund fermetrum. Stjórnendur bankans telja brýnt að byggja nýjar höfuðstöðvar og hafa gefið sér tímafrest í þeim efnum. Reyndar hefur bankinn verið á þessari lóð allt frá árinu 1898 en hús sem byggt var það ár eyðilagðist í bruna árið 1915. Það var síðar endurbyggt og aðalbyggingin kominn í núverandi mynd árið 1924. Fyrir um tveimur árum ákvað bankaráð að hefja hönnunarsamkeppni um nýjar höfuðstöðvar á hörpureitnum en vegna mikillar gagnrýni var fallið frá þessum áformum sumarið 2015. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans segir að nú þrýsta aðstæður hins vegar á að bankinn hrökkvi eða stökkvi varðandi lóðina við Hörpu. „Jú það er rétt hjá þér. Við höfum falið nýjum bankastjóra að fara mjög vel yfir málin. Yfir þær greiningar og þarfir sem við höfum sett. En það er orðið mjög brýnt að leysa húsnæðismál bankans og þess vegna ætlum við að taka ákvörðun í vor,“ segir Helga Björk. Framkvæmdir annarra aðila á Hafnartorgi eru langt komnar en þær byggingar tengjast beint skipulaginu við Hörpu. Meðal annars mun samtengdur bílastæðakjallari fyrir rúmlega þúsund bíla liggja undir öllu svæðinu. Í dag voru síðan opnuð tilboð í uppsteypu Marriott hótelsins sem rísa á við Hörpu en verkið á að hefjast strax í næsta mánuði. Allar þessar framkvæmdir þrýsta því á ákvörðun af hálfu Landsbankans sem hefur heimild til að byggja 16 þúsund fermetra hús á hörpureitnum. „Það er alveg ljóst að ef hús verður byggt þarna verður verslun og þjónusta á neðstu hæðinni, þá munum við ekki nýta það. Við munum ekki þurfa allt þetta húsnæði þannig að við munum þurfa að leigja eða selja út frá okkur, ef til kemur að byggt verði þarna,“ segir bankaráðsformaðurinn. En í dag er talið að bankinn þurfi um 11 þúsund fermetra undir höfuðstöðvar. Helga segir aðstöðu bankans búna að vera óviðuandi lengi á þrettán stöðum í miðborginni ásamt fleiri stöðum víða um borgina. Þetta sé spurning um hagræðingu en ekki flottræfilshátt. „Þetta er farið að standa okkur fyrir þrifum að vera í svona dreifðri starfsemi í allt of stóru húsnæði. Við þurfum sveigjanleika til framtíðar og að sjálfsögðu ef til kemur að við byggjum hús, hvort sem það verður á hörpureitnum eða annars staðar, þá verður enginn flottræfilsháttur þar á bæ. En þetta er mjög brýnt verkefni fyrir bankann,“ segir Helga Björk Eiríksdóttir.
Mest lesið Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira