Full ástæða til að gefa samþjöppun á leigumarkaði „sérstakan gaum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. mars 2017 14:14 Fasteignaverði hefur hækkað mikið í Reykjavík að undanförnu. VÍSIR/VILHELM Allt að fjörutíu prósent af íbúðarhúsnæði sem er í leigu á höfuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er í eigu fasteignafélaga. Samkeppniseftirlitið telur að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fjallað er um kaup Almenna leigufélagsins ehf. á BK eignum ehf. Rekstaraðili hins sameinaða félags er Gamma en félagið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að ekki sé tilefni til íhlutunar í samrumann á grundvelli samkeppnislaga en eftirlitið telur þó rétt að vekja athygli á auknu vægi sérhæfðra leigufélaga á markaði fyrir útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélögÍ ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Suðurnesjum eiga fasteignafélög á milli 70-80 prósent íbúðarhúsnæðis í almennri leigu, á móti 20-30 prósent sem er í eigu einstaklinga og minni aðila. Fasteignaverð hækkaði hvergi meiri en á Íslandi á síðasta ári og telja ýmsir að fasteignafélögin eigi sinn þátt í þeirri þróun. Ármann Kr. Jakobsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði til að mynda í Víglínunni á Stöð 2 fyrir skömmu að fasteignafélag væru að sprengja upp íbúðaverð. Líkt og áður segir telur Samkeppniseftirlitið fulla ástæðu til þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum en þótt að sé að lítið framboð á leiguhúsnæði og stóraukin eftirspurn ráði miklu um hækkandi fasteigna- og leiguverð nú um stundir, getur aukin samþjöppun á markaðnum leitt til minnkandi samkeppni til lengri tíma, leigutökum til tjóns. Í ákvörðuninni er tekið fram að frekari samþjöppun í þessari atvinnustarfsemi muni að líkindum kalla á ítarlegar rannsóknir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Full ástæða sé hins vegar til þess fyrir önnur stjórnvöld sem að þessu koma að meta stöðuna og huga að stjórntækjum á sínum vettvangi. Húsnæðismál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Allt að fjörutíu prósent af íbúðarhúsnæði sem er í leigu á höfuborgarsvæðinu og á Suðurnesjum er í eigu fasteignafélaga. Samkeppniseftirlitið telur að „full ástæða þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum.“ Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins þar sem fjallað er um kaup Almenna leigufélagsins ehf. á BK eignum ehf. Rekstaraðili hins sameinaða félags er Gamma en félagið er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á höfuðborgarsvæðinu með rösklega þúsund íbúðir í eignasafni sínu. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er sú að ekki sé tilefni til íhlutunar í samrumann á grundvelli samkeppnislaga en eftirlitið telur þó rétt að vekja athygli á auknu vægi sérhæfðra leigufélaga á markaði fyrir útleigu á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum.Sjá einnig: Bæjarstjóri segir óeðlilegt að lífeyrissjóðir fjármagni fasteignafélögÍ ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir að Suðurnesjum eiga fasteignafélög á milli 70-80 prósent íbúðarhúsnæðis í almennri leigu, á móti 20-30 prósent sem er í eigu einstaklinga og minni aðila. Fasteignaverð hækkaði hvergi meiri en á Íslandi á síðasta ári og telja ýmsir að fasteignafélögin eigi sinn þátt í þeirri þróun. Ármann Kr. Jakobsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði til að mynda í Víglínunni á Stöð 2 fyrir skömmu að fasteignafélag væru að sprengja upp íbúðaverð. Líkt og áður segir telur Samkeppniseftirlitið fulla ástæðu til þess að gefa þessari þróun sérstakan gaum en þótt að sé að lítið framboð á leiguhúsnæði og stóraukin eftirspurn ráði miklu um hækkandi fasteigna- og leiguverð nú um stundir, getur aukin samþjöppun á markaðnum leitt til minnkandi samkeppni til lengri tíma, leigutökum til tjóns. Í ákvörðuninni er tekið fram að frekari samþjöppun í þessari atvinnustarfsemi muni að líkindum kalla á ítarlegar rannsóknir af hálfu Samkeppniseftirlitsins. Full ástæða sé hins vegar til þess fyrir önnur stjórnvöld sem að þessu koma að meta stöðuna og huga að stjórntækjum á sínum vettvangi.
Húsnæðismál Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira