Silfurberg og landvarsla Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar