Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Óvenju margir fylgdust með leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira