Tipparar mokgræddu á unglingaleik í Árbæ Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. mars 2017 06:00 Óvenju margir fylgdust með leik Fram og Fylkis í öðrum flokki karla. Mynd/Ásgrímur Helgi Einarsson Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira
Fjöldi fjárhættuspilara var mættur á leik Fylkis og Fram í Reykjavíkurmótinu í 2. flokki karla í vikunni. Ástæðan var sú að stuðlar veðmálasíðna bentu til þess að Framarar myndu vinna. Það var þrátt fyrir að sjö lykilmenn Framara vantaði í liðið. Veðjuðu því margir á Fylki og uppskáru vel því Árbæingar unnu leikinn 2-0. Fram vann fyrri leik liðanna 7-0. Þetta segir Jón Birgir Valsson, faðir eins leikmanna Fram. „Maður sá ýmsa í brekkunni sem maður hafði ekki séð áður. Þegar maður fór að spyrjast fyrir um hvað fólk væri að gera á leik sem skipti litlu máli í Reykjavíkurmótinu kom þetta í ljós,“ segir Jón. Sonur hans kom upp í 2. flokk á síðasta ári. Þá fyrst varð Jón var við þessa veðmálastarfsemi og blöskraði honum dálítið. „Maður er dálítið smeykur við það að þetta gæti haft slæm áhrif á óharðnaða og unga leikmenn. Þeir gætu freistast í einhverja vitleysu. Maður veit aldrei.“ Jón segist sjá lýsanda frá veðmálafyrirtækjum á hverjum einasta leik hjá A-liðum. Þeir séu mættir snemma og komi sér upp aðstöðu. Augljóst er að um lýsanda sé að ræða og tengist þeir hvorugu liðinu.Hann segist óttast það mjög að veðmálastarfsemi í öðrum flokki leiði til þess að óprúttnir aðilar reyni að fá leikmenn eða dómara til að hagræða leikjum. „Þetta er eitt af því sem kom upp í huga minn þegar ég tók eftir þessu,“ segir Jón og bætir því við að KSÍ þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Jón Steindór Þorsteinsson, þjálfari 2. flokks karla hjá Fylki, segir marga hafa verið í stúkunni. „Við höfum yfirleitt heyrt af því ef eitthvert stuðlavesen hefur verið í gangi. Ég heyrði ekki af því fyrir þennan leik,“ segir Jón Steindór. Þó segir hann að slíkt myndi ekki koma sér á óvart þar sem bæði lið voru án sinna sterkustu manna. „Ég veit ekki af hverju stuðlarnir hefðu átt að vera eitthvað ruglaðir af því bæði liðin ættu að sitja við sama borð,“ segir Jón Steindór. Þá segist hann hafa tekið eftir því að veðmál hafi færst í aukana í 2. flokki. Þorvaldur Ingimundarson, heilindafulltrúi KSÍ, segir sambandið vita að þetta sé algengt í 2. flokki. Þó sé hann ekki viss hvort starfsemin sé að færast í aukana. „Orðspor íslenskrar knattspyrnu er þannig að veðmálafyrirtæki vilja hafa íslenska leiki á síðunum hjá sér. Það er erfiður fylgifiskur velgengni okkar og góðs orðspors. Eðlilega er freistnivandinn meiri fyrir marga, sérstaklega yngri kynslóðina,“ segir Þorvaldur. Þá segir hann KSÍ uggandi yfir veðmálum í yngri flokkum. Undanfarið hafi sambandið farið í knattspyrnufélög með fræðslu um málefnið. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og vekja fólk til umhugsunar.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Ferðamannrúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjá meira