Southampton hefur áhuga á því að klófesta markvörðinn Joe Hart frá Manchester City en hann en á láni hjá Torino á Ítalíu um þessar mundir.
Ekki er búist við því að hann snúi til baka til Manchester á næstu leiktíð og hafa félög í ensku úrvalsdeildinni áhuga á markverðinum.
Samkvæmt enskum miðlum óttast forráðamenn Southampton að þeir missi Fraser Forster frá félaginu í sumar og vilja þeir tryggja sér þjónustu Joe Hart.
