Fullu afnámi hafta vonandi fylgt eftir með vaxtalækkun Almar Guðmundsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir og Helga Árnadóttir skrifa 14. mars 2017 07:00 Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Á sunnudaginn tilkynntu stjórnvöld að öll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verði að fullu afnumin í dag með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál. Hér er verið að taka mikilvægt og kærkomið skref í endurreisn landsins. Íslenskt hagkerfi stendur á traustum grunni um þessar mundir og eru Íslendingar reiðubúnir, þó fyrr hefði verið, til að verða aftur þátttakendur á alþjóðamörkuðum í gegnum opið og frjálst hagkerfi. Þrátt fyrir að verðbólga hafi nú mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í 36 mánuði samfleytt þá er vaxtastigið í dag nánast hið sama og fyrir þremur árum síðan. Fullt afnám hafta og heilbrigður hagvöxtur ofan í eina hæstu raunvexti í heimi gerir íslenskt hagkerfi eftirsóknarvert umhverfi fyrir fjármagn um þessar mundir. Mikilvægt er að Seðlabankinn gefi kunnuglegum hættumerkjum meiri gaum, en sú mikla styrking krónunnar sem verið hefur undanfarin misseri grefur hratt undan samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Er það áhyggjuefni þar sem að vöxtur útflutningsgreina hefur öðru fremur myndað grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag.Ótrúlegar hagvaxtartölur Samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti síðustu viku mældist hagvöxtur 7,2%. Hefur hann ekki verið meiri frá árinu 2007 og er í raun úr öllum takti við það sem er að gerast hjá öðrum þróuðum ríkjum. Eins konar nýmarkaðshagvöxtur. Samanborið við vöxtinn árið 2007 þá er staðan mun heilbrigðari nú þar sem hagvöxturinn er drifinn áfram af óskuldsettri einkaneyslu, fjárfestingu og miklum vexti útflutnings. Er það nýlunda á Íslandi að samfara svo miklum hagvexti er á sama tíma að mælast viðskiptaafgangur sem nemur 8% af landsframleiðslu.Ekki má líta framhjá hættumerkjunum Undirliggjandi staða þjóðarbúsins er afskaplega sterk. Engu að síður er óábyrgt annað en að gefa kunnuglegum hættumerkjum gaum. Sú mikla gengisstyrking sem verið hefur undanfarin misseri er þegar farin að koma niður á samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega og þrátt fyrir allar þær góðu fréttir sem frá Hagstofunni og stjórnvöldum berast þá er það grafalvarleg staða. Útflutningsgreinarnar hafa gegnt lykilhlutverki í hagvexti undanfarinna ára og verði þær fyrir miklum búsifjum mun það fljótt koma niður á öðrum geirum atvinnulífsins, launafólki og opinberum aðilum. Á sama tíma og gengið styrkist greiða íslensk fyrirtæki heimsins hæstu raunvexti um leið og þau standa straum miklum launahækkunum. Slík blanda verður til lengdar eitraður kokteill og á endanum verður eitthvað undan að gefa. Þetta er staðan eins og hún birtist okkur og er það vonandi að nefndarmenn peningastefnunefndar líti málin svipuðum augum og lækki því stýrivexti á næsta fundi sínum sem ber upp á miðvikudagsmorguninn 15. mars, í fyrramálið. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun