Pappír og nördapeysur Ívar Halldórsson skrifar 14. mars 2017 07:29 Það munaði mjóu að við hefðum enn einu sinni sent einkahúmor út i eina stærstu söngvakeppni ársins. Daði er reyndar viðkunnanlegur og með góðan húmor – það má hann eiga. Ef hann átti hugmyndina að krútt-prjónapeysunum þá fær hann stig fyrir það líka. Umgjörðin um lagið hans var skemmtileg og léttleikinn sveif svo sannarlega yfir innlendu Júrósvisjón-vötnunum. Við fjölskyldan brostum út að eyrum yfir nörda-tilþrifunum. En það sem okkur finnst fyndið hér heima er ekki endilega ávísun á glimmerregn eftir harða og sveitta söngvakeppni í Kænugarði. En eftir að hafa klúðrað forkeppninni tvisvar sinnum er kominn tíma á taka þessa keppni af meiri alvöru en lagið hans Daða býður upp á. Það var áberandi fagmunur á flutningi laganna og greinilegt að Svala hefur sungið meira og komið oftar fram á sviði en hárprúði ljúflingurinn. Nú þurfum við að reyna að halda andliti í forkeppninni og taka þetta alla leið eins og Svala sagðist munu gera með lagið sitt. Við erum með nógu margt niður um okkur í innlendum málum að við förum ekki að klúðra utanríkismálum eins og Evrópusöngvakeppni í þriðja skiptið í röð! Við þurfum að setja "geimfeisið" á. Ég vona þó að við eigum eftir að sjá fleiri af húmorískum hugarfóstrum Daða hér heima. Þótt við sendum hann ekki út núna held ég að við séum alveg til í að gefa honum tækifæri aftur seinna - eftir betri undirbúning. Svala virðist taka keppninni alvarlega og maður er ánægður með hversu einlæg og auðmjúk hún er yfir því að fá að keppa fyrir okkar hönd. Fólk hefur auðvitað skiptar skoðanir á laginu „Paper“, en fólk getur ekki verið sammála um neitt nú til dags hvort sem er - það mun því líklega ekki koma að sök þegar baráttuhugurinn hjá Svölu mjólkar hvern einasta dropa úr lagasmíðinni á stóra sviðinu með skotheldum flutningi. Svala er umkringd góðum bakröddum sem reyndar sáust ekki á sviðinu hér heima þegar lagið var flutt. Við fengum þó að sjá þær með Svölu þegar öllum var boðið upp á sviðið í lokin til að fella gleðitár yfir glæsilegum sigrinum. Það skiptir miklu máli að hafa gott fólk í kringum sig þegar maður leggur á Júró-brattann og Íris Lind, Hrönn, Anna Sigríður, Fanney og Óskar úr Gospelkór Reykjavíkur eru frábærir einstaklingar og flottir söngvarar sem ég sjálfur hef fengið að vinna með svo mörgum sinnum, að ég verð að óska Svölu til hamingju með hrikalega flottan söng- og vinahóp. Ég hamaðist við að fylgjast með sænsku, norsku og íslensku forkeppnunum; öllum í einu, á laugardagskvöldinu – rauk á milli rása þar til næstum rauk úr fjarstýringunni. Ég náði of litlu af þeirri sænsku en náði að kynnast norsku lögunum og fylgjast með úrslitunum þar. Sigurlagið sigraði ekki, heldur lenti í öðru sæti. Ég segi „sigurlagið“ því að verksmiðjurokkararnir í hljómsveitinni „Ammunition“ voru með svo skotheldan flutning á rjúkandi rokklagi og skörtuðu þarna skemmtilegum skítugum verksmiðjugöllum og neistandi slípirokkum á sviðinu. Húmorinn vantaði ekki í gleðiríkt glamrokkið og virtist lagið vera með alla ásana. Þegar þessi hljómsveit flutti lagið leið manni eins og flutningur þess væri bara formsatriði. Lagið var einhvern veginn búið að vinna Eurovision keppnina alla fyrir fram og því fannst manni eitt augnablik hægt að spara öllum öðrum keppendum flugmiða og fyrirhöfn. Sigurinn reyndist þó ekki í höfn mér til nokkurra vonbrigða. Norsku úrslitin undirstrikuðu enn einu sinni að uppskriftin að hinu fullkomna Eurovision-lagi er enn á huldu og virðast hráefnin sem í henni eru ekki vera þau sömu á milli ára. Kannski er þó Svala með réttu uppskriftina fyrir sigur árið 2017 í laginu sínu. „Pappírinn" hennar Svölu er svo að segja óskrifað blað í dag en það skyldi þó aldrei vera að hún eigi með því eftir að brjóta blað í Íslandssögunni í maí. Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það munaði mjóu að við hefðum enn einu sinni sent einkahúmor út i eina stærstu söngvakeppni ársins. Daði er reyndar viðkunnanlegur og með góðan húmor – það má hann eiga. Ef hann átti hugmyndina að krútt-prjónapeysunum þá fær hann stig fyrir það líka. Umgjörðin um lagið hans var skemmtileg og léttleikinn sveif svo sannarlega yfir innlendu Júrósvisjón-vötnunum. Við fjölskyldan brostum út að eyrum yfir nörda-tilþrifunum. En það sem okkur finnst fyndið hér heima er ekki endilega ávísun á glimmerregn eftir harða og sveitta söngvakeppni í Kænugarði. En eftir að hafa klúðrað forkeppninni tvisvar sinnum er kominn tíma á taka þessa keppni af meiri alvöru en lagið hans Daða býður upp á. Það var áberandi fagmunur á flutningi laganna og greinilegt að Svala hefur sungið meira og komið oftar fram á sviði en hárprúði ljúflingurinn. Nú þurfum við að reyna að halda andliti í forkeppninni og taka þetta alla leið eins og Svala sagðist munu gera með lagið sitt. Við erum með nógu margt niður um okkur í innlendum málum að við förum ekki að klúðra utanríkismálum eins og Evrópusöngvakeppni í þriðja skiptið í röð! Við þurfum að setja "geimfeisið" á. Ég vona þó að við eigum eftir að sjá fleiri af húmorískum hugarfóstrum Daða hér heima. Þótt við sendum hann ekki út núna held ég að við séum alveg til í að gefa honum tækifæri aftur seinna - eftir betri undirbúning. Svala virðist taka keppninni alvarlega og maður er ánægður með hversu einlæg og auðmjúk hún er yfir því að fá að keppa fyrir okkar hönd. Fólk hefur auðvitað skiptar skoðanir á laginu „Paper“, en fólk getur ekki verið sammála um neitt nú til dags hvort sem er - það mun því líklega ekki koma að sök þegar baráttuhugurinn hjá Svölu mjólkar hvern einasta dropa úr lagasmíðinni á stóra sviðinu með skotheldum flutningi. Svala er umkringd góðum bakröddum sem reyndar sáust ekki á sviðinu hér heima þegar lagið var flutt. Við fengum þó að sjá þær með Svölu þegar öllum var boðið upp á sviðið í lokin til að fella gleðitár yfir glæsilegum sigrinum. Það skiptir miklu máli að hafa gott fólk í kringum sig þegar maður leggur á Júró-brattann og Íris Lind, Hrönn, Anna Sigríður, Fanney og Óskar úr Gospelkór Reykjavíkur eru frábærir einstaklingar og flottir söngvarar sem ég sjálfur hef fengið að vinna með svo mörgum sinnum, að ég verð að óska Svölu til hamingju með hrikalega flottan söng- og vinahóp. Ég hamaðist við að fylgjast með sænsku, norsku og íslensku forkeppnunum; öllum í einu, á laugardagskvöldinu – rauk á milli rása þar til næstum rauk úr fjarstýringunni. Ég náði of litlu af þeirri sænsku en náði að kynnast norsku lögunum og fylgjast með úrslitunum þar. Sigurlagið sigraði ekki, heldur lenti í öðru sæti. Ég segi „sigurlagið“ því að verksmiðjurokkararnir í hljómsveitinni „Ammunition“ voru með svo skotheldan flutning á rjúkandi rokklagi og skörtuðu þarna skemmtilegum skítugum verksmiðjugöllum og neistandi slípirokkum á sviðinu. Húmorinn vantaði ekki í gleðiríkt glamrokkið og virtist lagið vera með alla ásana. Þegar þessi hljómsveit flutti lagið leið manni eins og flutningur þess væri bara formsatriði. Lagið var einhvern veginn búið að vinna Eurovision keppnina alla fyrir fram og því fannst manni eitt augnablik hægt að spara öllum öðrum keppendum flugmiða og fyrirhöfn. Sigurinn reyndist þó ekki í höfn mér til nokkurra vonbrigða. Norsku úrslitin undirstrikuðu enn einu sinni að uppskriftin að hinu fullkomna Eurovision-lagi er enn á huldu og virðast hráefnin sem í henni eru ekki vera þau sömu á milli ára. Kannski er þó Svala með réttu uppskriftina fyrir sigur árið 2017 í laginu sínu. „Pappírinn" hennar Svölu er svo að segja óskrifað blað í dag en það skyldi þó aldrei vera að hún eigi með því eftir að brjóta blað í Íslandssögunni í maí. Ívar Halldórsson
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun