Krakkarnir í hverfinu eru allskonar en eiga öll rétt á gjaldfrjálsri grunnmenntun Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 15. mars 2017 07:00 Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun. Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna. Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra. Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott. Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna. Barnaheill hafa ítrekað sent áskorun á stjórnvöld um að breyta grunnskólalögum svo óheimilt verði að krefja foreldra um greiðslu á námsgögnum. Hjálpaðu okkur að fá sem flesta til að skrifa undir í undirskriftasöfnun á barnaheill.is/askorun. Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra listann og þrýstum á hann og þingheim að breyta lögunum. Stuðlum að samfélagi þar sem öll börn búa við jöfn tækifæri og er ekki mismunað vegna efnahags foreldra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Sjá meira
Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í samfélaginu“ segir í riti útgefnu af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun. Öll börn á Íslandi ganga í grunnskóla og flest í sinn hverfisskóla. Blanda fjölbreytts mannlífs einkennir flest íbúahverfi. Börnin eignast því skólafélaga sem búa við mismunandi aðstæður og eru með fjölbreyttan bakgrunn. Það eykur víðsýni barnanna og þekkingu. Þetta er talinn einn helsti styrkleiki skólakerfisins á Íslandi. Skólinn getur svo með starfi sínu tryggt að börnin njóti jafnræðis og sé ekki mismunað, að þau fái að nýta hæfileika sína og styrkleika, geti stundað nám og geti eflst og þroskast á eigin forsendum, óháð stöðu sinni eða efnahag foreldranna. Þó er það svo að enn gera flestir skólar ráð fyrir því að foreldrar greiði hluta af námsgögnum barna sinna. Í landi sem hefur lögfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um gjaldfrjálsa grunnmenntun senda flestir skólar árlega út innkaupalista til foreldra. Í nýútkominni skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla kemur fram að sterk tengsl eru á milli efnislegrar fátæktar og skorts á menntun og tækifærum. Því sé menntun og jöfnun tækifæra ein öflugasta leiðin til að uppræta fátækt. Fram kemur að með stuðningi skólakerfisins hafi börn sem búa við fátækt alla burði til að standa sig vel og brjótast úr fátæktinni. Eitt lítið lóð á þær vogarskálar er að gera grunnskólann gjaldfrjálsan í raun. Algjörlega óásættanlegt Þrátt fyrir að jöfnuður sé talinn hve mestur á Íslandi samkvæmt skýrslunni eiga allt að 11.000 börn eða 14% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félagslega einangrun. Það er algjörlega óásættanlegt. Þessum börnum er mismunað, þau eru síður líkleg til að fá tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sama hátt og önnur börn, svo sem tómstundum, menningu og listum og öðlast líf sem þau telja gott. Skólinn getur ekki breytt efnahagslegri stöðu foreldra, en hann getur með starfi sínu og aðgerðum minnkað aðstöðumun barna. Kaup á námsgögnum eru baggi á mörgum barnafjölskyldum. Vafalaust myndu margar þeirra kjósa að nota það fjármagn til annarra hluta, svo sem í tómstundir fyrir börn sín, eða annars sem göfgar líf og eykur samveru og samkennd fjölskyldna. Barnaheill hafa ítrekað sent áskorun á stjórnvöld um að breyta grunnskólalögum svo óheimilt verði að krefja foreldra um greiðslu á námsgögnum. Hjálpaðu okkur að fá sem flesta til að skrifa undir í undirskriftasöfnun á barnaheill.is/askorun. Í næstu viku afhendum við nýjum menntamálaráðherra listann og þrýstum á hann og þingheim að breyta lögunum. Stuðlum að samfélagi þar sem öll börn búa við jöfn tækifæri og er ekki mismunað vegna efnahags foreldra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar