Vaxtalækkun er knýjandi Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 15. mars 2017 07:00 Tilefni greinar forsvarsmanna samtaka helstu útflutningsgreina landsins í Fréttablaðinu í gær er vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands en háir vextir og sterkt gengi hafa sett útflutningsgreinarnar í grafalvarlega stöðu. Rekstrarskilyrði þeirra hafa tekið stakkaskiptum til hins verra á undanförnum misserum vegna gengisstyrkingar og mikilla launahækkana. Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður. SA fagna þeirri losun fjármagnshafta sem tók gildi í vikunni og leiðir vonandi til betra jafnvægis í gengi krónunnar. En meira þarf til svo styrking gengis krónunnar stöðvist og setji útflutningsgreinarnar ekki í þrot, þ.e. myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans. Samhliða skapast sterkur hvati fyrir íslenska lífeyrissjóði til að auka verulega fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum. Sú ákvörðun er skynsamleg fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og mun auka áhættudreifingu sjóðanna til lengri tíma. Hagsmunir almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða eru samofnir hvað varðar stöðugt og raunhæft gengi krónunnar. Viðvarandi vaxtamunur við útlönd, sem býður fjárfestum upp á margfalda ávöxtun miðað við önnur ríki, leiðir til viðvarandi ásóknar í innlenda vexti sem óhjákvæmilega stuðlar að styrkingu krónunnar. Vaxtalækkun styður við atvinnulífið og gagnast heimilum með beinum hætti. Núna eru skilyrði hagfelld til að taka næsta skref í efnahagslegri framþróun þjóðarinnar. Meginrök talsmanna hárra vaxta er þensla í efnahagslífinu. Áhrif hárra vaxta Seðlabankans á einkaneyslu almennings og fjárfestingu fyrirtækja eru óviss vegna flókinnar miðlunar stýrivaxta út í hagkerfið. Hins vegar er óumdeilt að háir vextir eru veigamikill þáttur í styrkingu krónunnar. Kalt hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu að lægri raunvextir stuðla að efnahagslegri velgengni til lengri tíma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Tilefni greinar forsvarsmanna samtaka helstu útflutningsgreina landsins í Fréttablaðinu í gær er vaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands en háir vextir og sterkt gengi hafa sett útflutningsgreinarnar í grafalvarlega stöðu. Rekstrarskilyrði þeirra hafa tekið stakkaskiptum til hins verra á undanförnum misserum vegna gengisstyrkingar og mikilla launahækkana. Efnahagslífið hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum. Verðmætasköpun atvinnulífsins og lífskjör landsmanna eru betri en nokkru sinni. Mikill vöxtur útflutningstekna þjóðarbúsins og afgangur í viðskiptum við útlönd eru rót velgengninnar. Afgangurinn hefur nýst til grynnkunar erlendra skulda. Hagvöxtur er heilbrigður því hann stafar af auknum útflutningi og vaxandi einkaneyslu sem byggir á kaupmætti heimilanna, en ekki söfnun skulda eins og oftast áður. SA fagna þeirri losun fjármagnshafta sem tók gildi í vikunni og leiðir vonandi til betra jafnvægis í gengi krónunnar. En meira þarf til svo styrking gengis krónunnar stöðvist og setji útflutningsgreinarnar ekki í þrot, þ.e. myndarleg vaxtalækkun Seðlabankans. Samhliða skapast sterkur hvati fyrir íslenska lífeyrissjóði til að auka verulega fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum. Sú ákvörðun er skynsamleg fyrir sjóðsfélaga lífeyrissjóðanna og mun auka áhættudreifingu sjóðanna til lengri tíma. Hagsmunir almennings, fyrirtækja og lífeyrissjóða eru samofnir hvað varðar stöðugt og raunhæft gengi krónunnar. Viðvarandi vaxtamunur við útlönd, sem býður fjárfestum upp á margfalda ávöxtun miðað við önnur ríki, leiðir til viðvarandi ásóknar í innlenda vexti sem óhjákvæmilega stuðlar að styrkingu krónunnar. Vaxtalækkun styður við atvinnulífið og gagnast heimilum með beinum hætti. Núna eru skilyrði hagfelld til að taka næsta skref í efnahagslegri framþróun þjóðarinnar. Meginrök talsmanna hárra vaxta er þensla í efnahagslífinu. Áhrif hárra vaxta Seðlabankans á einkaneyslu almennings og fjárfestingu fyrirtækja eru óviss vegna flókinnar miðlunar stýrivaxta út í hagkerfið. Hins vegar er óumdeilt að háir vextir eru veigamikill þáttur í styrkingu krónunnar. Kalt hagsmunamat leiðir til þeirrar niðurstöðu að lægri raunvextir stuðla að efnahagslegri velgengni til lengri tíma. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun