Freyr um öll meiðslin hjá stelpunum okkar: Eins og vera kýldur í magann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 19:00 Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar. Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku. Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli. „Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr. „Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr. Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum. Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól. „Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr. Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira
Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta fór yfir öll meiðsli íslensku landsliðskvennanna að undanförnu í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Margir af bestu leikmönnum íslenska landsliðsins eru meiddir og óvíst hve margir sem nú eru á sjúkralistanum verða með í Evrópukeppninni í Hollandi í sumar. Dóra María Lárusdóttir og Sandra María Jessen slitu báðar krossbönd í hné gegn Norðmönnum á Algarve-mótinu fyrir rúmri viku. Fjölmargir aðrir leikmenn glíma við meiðsli. „Þetta eru áföll sem dynja yfir okkur núna og þetta er ekki staða sem við vildum vera í að missa tvo leikmenn í krossbandaslit í leiknum á móti Noregi. Það var mikið sjokk. Við vorum ekki búin að fá þetta staðfest strax en þegar við fengum þetta staðfest þá var þetta eins og að vera kýldur í magann og þá fyrst og fremst fyrir leikmennina,“ segir Freyr. „Sandra María á möguleika á að ná Evrópumótinu en hann er lítill. Hún er að gera allt sem hún þarf að gera til að ná mótinu. Dóra María verður ekki meira með og það er gríðarleg blóðtaka fyrir utan allt hitt,“ segir Freyr. Illa gengur að greina meiðsli Dagnýjar Brynjarsdóttur. Freyr er bjartsýnn að Hólmfríður Magnúsdóttir jafni sig af meiðslum. Margrét Lára Viðarsdóttir fór í aðgerð rétt fyrir jól. „Ég hef mikla trú á því að Margrét Lára verði á góðum stað á réttum tíma og hver vika er mjög dýrmæt fyrir hana. Það er óþægilegt að það hefur verið erfitt að greina meiðsli Dagnýjar og þar af leiðandi erfitt að finna rétt meðferðarúrræði. Hún er komin til Bandaríkjanna og er í góðum höndum þar. Hún er í kappi við tímann varðandi aprílverkefnið,“ segir Freyr. Það má finna alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2017 í Hollandi Fótbolti Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Tap hjá Íslendingaliðunum Handbolti María aftur með eftir versta símtal ævinnar Fótbolti Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Sjá meira