Vonbrigði með ákvörðun peningastefnunefndar Framkvæmdastjórar SA, SI, SAF og SFS og SVÞ skrifa 16. mars 2017 07:00 Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Andrés Magnússon Halldór Benjamín Þorbergsson Heiðrún Lind Marteinsdóttir Helga Árnadóttir Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Peningastefnunefnd hefur ákveðið að halda vöxtum óbreyttum. Það eru mikil vonbrigði fyrir atvinnulífið enda sterk rök fyrir vaxtalækkun í kjölfar afnáms fjármagnshafta. Verðbólga hefur verið undir 2,5% markmiðinu í þrjú ár samfleytt og verðbólguvæntingar eru það einnig. Það segir sína sögu. Sterk rök eru því fyrir lækkun stýrivaxta, einkum þar sem Seðlabankinn hefur í spám sínum byggt á veikara gengi krónunnar en nú er. Öll rök hníga að því að verðbólgu sé ofspáð í nánustu framtíð. Það stefnir í áframhaldandi styrkingu krónunnar verði ekki gripið í taumana. Afnám hafta virðist hafa heppnast vel enda styrktist krónan á fyrsta haftalausa deginum, og miðað við traust innlendra og erlendra markaðsaðila á íslensku efnahagslífi mun hún styrkjast áfram. Vitnisburður um það er innreið erlendra fjárfesta á innlendan hlutabréfamarkað. Hagvöxtur er mikill og viðskiptaafgangur nemur 8% af landsframleiðslu. Nýjar kortaveltutölur sýna hóflegan vöxt einkaneyslu. Þrátt fyrir mikinn vöxt óskuldsettrar einkaneyslu á árinu 2016 er hún í sögulegu lágmarki, sem hlutfall af VLF, og hefur það hlutfall ekki verið lægra frá árinu 1949. Þá eru fjárfestingar í sögulegu meðaltali þrátt fyrir mikla uppsafnaða fjárfestingaþörf. Áframhaldandi hátt vaxtastig og meðfylgjandi ofurstyrkur krónunnar mun grafa undan efnahagslegum stöðugleika. Ytri staða þjóðarbúsins er mjög góð og hefur sjaldan eða aldrei verið betri. Sterkir straumar erlends fjármagns renna inn í efnahagslífið og það skapar svigrúm til vaxtalækkunar. Þótt meginmarkmið Seðlabankans séu lág og stöðug verðbólga er hlutverk hans einnig að stuðla að fjármálastöðugleika, en í því hlýtur að felast að hann sporni gegn óhóflegum efnahagssveiflum. Rök Seðlabankans fyrir miklum vaxtamun gagnvart útlöndum gætu hugsanlega verið að samhliða losun hafta þurfi munurinn að vera mikill til að sporna gegn útflæði fjármagns. En vaxtamunurinn er allt of mikill og ýtir undir innflæði erlends fjármagns og styrkingu krónunnar. Atvinnulífið leggur áherslu á þessi málefnalegu rök. Vonbrigðin með óbreytta stýrivexti eru veruleg.Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SAAlmar Guðmundsson framkvæmdastjóri SIHelga Árnadóttir framkvæmdastjóri SAFHeiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFSAndrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun