Er Monchi sá besti í sínu starfi í fótboltaheiminum í dag? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 07:30 Monchi. Vísir/Getty Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira
Sevilla varð að sætta sig við tap á móti Leicester City í Meistaradeildinni í vikunni en það er svo sannarlega ekkert tap á rekstri félagsins síðan að félagið réð Ramón Rodríguez Verdejo til starfa. Þvert á móti hefur Ramón Rodríguez Verdejo, oftast kallaður Monchi, grætt ótrúlegar upphæðir á því að kaupa leikmenn ódýrt og selja þá síðan fyrir miklu meiri pening til stærri félaga í Evrópu. Monchi hefur á sama tíma byggt upp knattspyrnuakademíu félagsins og þrátt fyrir að þurfa alltaf að selja sína bestu leikmenn hefur Sevilla tekist að halda sér í hópi bestu liða Spánar og vann meðal annars Evrópudeildina þrjú undanfarin ár. Það kemur enginn Evróputitil til Sevilla í ár þökk sé Englandsmeisturum Leicester City en liðið er í þriðja sæti í spænsku deildinni og það koma því nær örugglega fleiri Evrópukvöld á næsta tímabili. Monchi kom til Sevilla fyrir sautján árum þegar liðið var í spænsku b-deildinni. Liðið fór upp á fyrsta ári og hefur síðan aldrei verið neðar en í tíunda sæti í spænsku deildinni auk þess að vinna Evrópudeildina fimm sinnum og spænska konungsbikarinn tvisvar sinnum. Fólkið á Squawka.com tók saman þrettán ótrúleg viðskipti Monchi með leikmenn í stöðu sinni sem framkvæmdastjóri Sevilla. Spænska félagið hefur grætt tæpar 136 milljónir punda á því að selja þessa þrettán leikmenn eða um átján milljarða íslenskra króna. Það má sjá þessa þrettán leikmenn hér fyrir neðan en eins er hægt að lesa meira um þá alla í féttinni á Squawka-síðunni.Dani Alves Keyptur frá: Bahia (2002) Verð: 413 þúsund pund Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 26,63 milljónir pundaJulio Baptista Keyptur frá: Sao Paulo (2003) Verð: 2,63 milljónir punda Seldur til: Real Madrid (2005) Verð: 15 milljónir pundaAdriano Keyptur frá: Coritiba (2004) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2010) Verð: 7,13 milljónir pundaFederico Fazio Keyptur frá: Ferro Carril (2006) Verð: 600 þúsund pund Seldur til: Tottenham Hotspur (2014) Verð: 7,5 milljónir pundaChristian Poulsen Kom frá: Schalke 04 (2006) Verð: Frjáls sala Seldur til: Juventus (2008) Verð: 7,31 milljónir pundaSeydou Keita Keyptur frá: Lens (2007) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2008) Verð: 10,5 milljónir pundaAlvaro Negredo Keyptur frá: Real Madrid (2009) Verð: 11,75 milljónir punda Seldur til: Manchester City (2013) Verð: 18,75 milljónir pundaGary Medel Keyptur frá: Universidad Católica (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Cardiff City (2013) Verð: 9,75 milljónir pundaIvan Rakitic Keyptur frá: Schalke (2010) Verð: 1,88 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2014) Verð: 13,5 milljónir pundaMartin Caceres Keyptur frá: Barcelona (2011) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Juventus (2012) Verð: 6 milljónir pundaGeoffrey Kondogbia Keyptur frá: Lens (2012) Verð: 3 milljónir punda Seldur til: Mónakó (2013) Verð: 15 milljónir pundaCarlos Bacca Keyptur frá: Club Brugge (2013) Verð: 5,25 milljónir punda Seldur til: AC Milan (2015) Verð: 22,5 milljónir pundaAleix Vidal Keyptur frá: Almeria (2014) Verð: 2,25 milljónir punda Seldur til: Barcelona (2015) Verð: 12,75 milljónir pundaLeikmenn keyptir fyrir: 36.353.000 pundaLeikmenn seldir fyrir: 172.320.000 pundaGróði: 135.967.000 punda
Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Sjá meira