Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Snærós Sindradóttir skrifar 16. mars 2017 07:00 Thomas Møller Olsen hefur setið í gæsluvarðhaldi í átta vikur. Hann er grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur á milli klukkan sex og sjö að morgni 14. janúar. vísir/anton brink Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Lokayfirheyrsla fer fram í dag yfir Thomasi Møller Olsen sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Maðurinn hefur ekki játað á sig ódæðið en lokayfirheyrslan er fastur liður í því að ljúka rannsókn málsins. Til stendur að senda málið til héraðssaksóknara á föstudag. Héraðssaksóknari hefur fjórar vikur til að taka ákvörðun um framhald málsins og gefa út ákæru í kjölfarið, telji saksóknari næg sönnunargögn hníga að sekt Thomasar. Rannsókn lögreglu hefur meðal annars beinst að því hvaða ásetningur lá að baki þess að Birnu var ráðinn bani. Grímur Grímsson, sem farið hefur fyrir rannsókninni, staðfestir að vegna þess hafi meðal annars verið rannsakað hvort Birna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, eða tilraun til kynferðisofbeldis, í rauðu Kia Rio bifreiðinni áður en hún var myrt. Grímur vill þó ekki gefa upp hverjar niðurstöður lögreglu séu af þeim hluta rannsóknarinnar. Lögregla hefur ekki viljað gefa upp nein nákvæmnisatriði í rannsókninni eftir að mál tóku að skýrast, búið var að handtaka hinn grunaða og lík Birnu hafði fundist. Þó hefur komið fram að lífsýni tengi Birnu og skipverjann saman auk þess sem fullvíst er að Birna var farþegi í bíl hans. Talið er að maðurinn hafi banað Birnu á milli sex og sjö í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn.Grímur Grímssonvísir/anton brinkGrímur segir að fátt hafi breyst varðandi málið undanfarnar vikur. Enn sé talið að hrein tilviljun hafi ráðið því að Birna Brjánsdóttir fór upp í bílinn sem skipverjinn hafði til umráða og ekkert bendi til þess að Birna og Thomas hafi mælt sér mót áður eða átt í neinskonar samskiptum, til dæmis á samfélagsmiðlum. Annar skipverji, sem sat í gæsluvarðhald í tvær vikur, grunaður um aðild að málinu hefur enn réttarstöðu grunaðs manns þrátt fyrir að hafa verið látinn laus úr haldi og sé kominn til Grænlands. Hann er ekki grunaður um að vera valdur að dauða Birnu en Grímur segir að héraðssaksóknari komi til með að taka ákvörðun um hvort hann verði ákærður fyrir aðild að hvarfi Birnu eða þau atriði sem snúi að honum verði látin niður falla. Lögreglan hefur ekki átt í neinum samskiptum við manninn síðan hann fór aftur heim til Grænlands og til að mynda ekki stofnað til samvinnu við grænlensk lögregluyfirvöld um frekari yfirheyrslur. Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr i mánuðinum er Thomas vistaður í fangelsinu á Hólmsheiði. Þrátt fyrir að hann sé ekki lengur í einangrun dvelur hann einn í álmu og hittir ekki aðra fanga. Hann hefur þó aðgang að verslun, líkamsrækt og bókasafni. Fréttin birtist fyrstur í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira