Borgin segir ummæli formanns Fjölnis um búningakaup óheppileg Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. mars 2017 13:53 "Við höfum bent fólki á þegar koma upp félagslegar aðstæður þá sé hægt að leita til borgarinnar," sagði Jón Karl, aðspurður hvort verið sé að mismuna eftir efnahag. „Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“ Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
„Þetta er ekki svona einfalt,“ segir Ingibjörg Sigurþórsdóttir, framkvæmdastjóri Miðgarðs, þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, um ummæli formanns Fjölnis þess efnis að fólk geti leitað til Reykjavíkurborgar til þess að fá styrk til að kaupa búnað til tómstundastarfs barna sinna. Formaðurinn, Jón Karl Ólafsson, sagðist í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hafa bent efnaminni fjölskyldum á að þær geti leitað til þjónustumiðstöðva borgarinnar til þess að geta greitt fyrir sérstakan búnað tengdum íþróttastarfinu. Þetta sagði Jón Karl í tengslum við umfjöllun um mál tveggja fjórtán ára systra sem stunda fimleika hjá Fjölni, en fengu ekki leyfi til þess að keppa á fimleikamóti á dögunum því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. Búningarnir kosta tæplega 50 þúsund krónur hvor.Sjá einnig:Fimleikasambandið segir einfaldlega dýrt að vera í íþróttumFjárhagsaðstoðin fyrst og fremst til framfærslu Ingibjörg segir ákveðnar reglur gilda um fjárhagsaðstoð til einstaklinga, en að hún sé fyrst og fremst hugsuð til framfærslu.Ingibjörg Sigurþórsdóttir segir ákveðna ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum, því ekki megi mismuna fjölskyldum eftir efnahag.mynd/grafarvogsbúar.is„Við erum með fjárhagsaðstoð til einstaklinga sem þurfa á að halda. Við erum síðan með ákveðið regluverk utan um svokallaðar heimildargreiðslur til fjölskyldna sem eru illa staddar fjárhagslega, en þær snúa þá að iðkun íþróttarinnar frekar. Það kemur fyrir að við styrkjum börnin til iðkunar, það er eftir að frístundakorti lýkur – það þarf að vera búið að nýta það fyrst,“ segir hún. „Svona 100 þúsund króna greiðsla vegna búninga myndi ekki falla að þessum reglum.“ Aðspurð segir Ingibjörg orð formannsins nokkuð óheppileg, því ummælin megi skilja á þann veg að hver sem er eigi rétt á slíkum styrk. „Það getur auðvitað hver sem er gengið hér inn og beðið um svona – en hann kæmi ekki til með að fá það samþykkt.“ Þá segir hún vissa ábyrgð liggja hjá íþróttafélögunum sjálfum þegar kemur að kostnaði við tómstundastarfið, því ganga þurfi úr skugga um að efnaminni fjölskyldum sé ekki mismunað. „Þú velur kannski ekki dýrustu búningana ef allir eiga að kaupa þá. Það er punktur sem verður að hugsa svolítið um svo það sé ekki verið að auka á ójöfnuð.“
Tengdar fréttir Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00 Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00 Mest lesið Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Fleiri fréttir Sjómenn mótmæla breytingum um samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum Sjá meira
Fá ekki að keppa ef þær eiga ekki 50 þúsund króna fimleikabúning Systur í fimleikafélaginu Fjölni fengu ekki leyfi til að keppa á móti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana sem kosta tæplega fimmtíu þúsund krónur. Formaður Fjölnis segir félagið fylgja jafnræðisreglu og því fái ekki sumir lánað á meðan aðrir þurfi að kaupa búninga. 15. mars 2017 19:00
Fimleikasambandið: „Það er dýrt að vera í íþróttum“ Tvær fjórtán ára stúlkur fengu ekki að taka þátt í fimleikamóti því þær áttu ekki nýjustu keppnisbúningana. 16. mars 2017 12:00