Byrjað verður að steypa upp byggingar í holunni við Hörpu innan fárra vikna Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2017 19:00 Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson. Skipulag Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira
Uppsteypa á byggingum við Hörpu hefst loks innan nokkurra vikna og áætlað að fimm stjörnu Marriott hótel taki þar til starfa í byrjun árs 2019. Þegar framkvæmdum á svæðinu verður að fullu lokið verður byggingarmagnið meira en byggt hefur verið í allri Kvosinni á síðustu hundrað árum, eða um 205 þúsund fermetrar bæði ofan- og neðanjarðar. Nú sér loks fyrir endann á byggingaframkvæmdum í risavaxinni holu fyrir framan Hörpu. En hún hefur verið eins og opið sár í miðborginni frá því fyrir hrun. Þar eru uppi áform um miklar byggingar. „Já, hérna er gert ráð fyrir að verði þegar allt er yfirstaðið 205 þúsund fermetrar ofan- og neðanjarðar. Þar af 110 þúsund fermetrar ofan jarðar með Hörpunni. Það er til samanburðar eitthvað sem við höfum í fortíðinni byggt á hundrað árum í Kvosinni,“ segir Hrólfur Jónsson formaður samstarfshóps um framkvæmdirnar. Útboð vegna uppsteypu fimm stjörnu Marriott hótels og bílakjallara verða opnuð í lok næstu viku. Stefnt er að því að framkvæmdir við það geti hafist strax í næsta mánuði. Hrólfur fór með fréttamanni í holuna stóru og skýrði út hvað stendur til. „Beint fyrir framan okkur mun rísa þetta fimm stjörnu Marriott hótel þar sem gert er ráð fyrir 253 herbergjum. Síðan hér aðeins sunnan við það mun rísa íbúðarhús. Þar verða 76 íbúðir. Hér á bakvið okkur er síðan lóð sem er í eigu Landsbankans. Þar er þá gert ráð fyrir að rísi höfuðstöðvar Landsbankans,“ útskýrir Hrólfur.Þrýstingur eykst á Landsbankann Reiknað er með að hótelið verði opnað á fyrri hluta ársins 2019 en óvissa hefur hins vegar ríkt um áform Landsbankans. Þau einu svör fást frá bankanum að málið sé á könnu bankaráðs sem hafi málið til skoðunar. En Hrólfur segir gríðarlega mikilvægt að uppbygging allra lóðanna haldist í hendur. Enda er til að mynda sambyggður bílakjallari undir öllum byggingunum sem rísa eiga upp úr holunni sem teygi sig alla leið undir Geirsgötuna og húsin á Hafnartorgi. „Þannig að eftir því sem að þessu vindur fram er auðvitað meiri...Þrýstingur á bankann? „Já þörf á því að þessi lóð byggist upp líka,“ segir Hrólfur. Skipulagssvæðið nær einnig til Hafnartorgs hinum megin við Geirsgötuna en þar eru framkvæmdir langt komnar og stefnt að því að starfsemi á neðstu hæðum geti hafist haustið 2018. „Þar munu líka verða tæplega áttatíu íbúðir, verslanir á neðstu tveimur hæðunum og síðan skrifstofuhúsnæði. En Reykjavíkurborg leggur gríðarlega mikið upp úr því að hér séu allar neðstu hæðirnar lifandi til framtíðar. Þannig að þar verði verslanir, veitingastaðir og annað,“ segir Hrólfur. Strax í næstu viku verður Lækjargötu milli Hverfisgötu og Geirsgötu lokað fram eftir sumri til að hægt sé að vinna við bílakjallara undir húsunum við Hafnartorg og á Hörpureit. Hrólfur bendir á norðurenda framkvæmdanna við Hafnartorg sem ná að Geirsgötunni þar sem hún liggur nú til bráðabirgða. „Þegar þessu er lokið, þeir eru langt komnir með að steypa dekkið þarna vestan megin, þá færist þessi gata í áföngum yfir á kjallarann og er þá kominn í endanlega legu.“Þannig að framtíðargatan er í raun og veru yfir þessum framkvæmdum sem við erum að horfa á núna? „Já hún mun koma hér í beinu framhaldi.“ Eigum við að segja 2019, eða um mitt ár 2019, þá verði þetta svona nokkurn veginn komið í endanlega mynd hérna og miðborgin búin að taka á sig allt aðra mynd? „Vonandi,“ segir Hrólfur Jónsson.
Skipulag Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Sjá meira