Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. mars 2017 17:24 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Engin sönnunargögn benda til þess að starfslið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi sem fóru fram í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál. BBC greinir frá. Ummælin lét Nunes hafa eftir sér í viðtali á Fox News sjónvarpsfréttastöðinni en næstkomandi mánudag mun yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, svara spurningum nefndarinnar. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa haldið því fram síðan í desember síðastliðnum að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Barack Obama, fyrrverandi forseti landsins, rak meðal annars 35 rússneska erindreka úr landi vegna þessa. Þá hafa tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa einnig vakið upp spurningar en fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions höfðu báðir samskipti við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Flynn varð að segja sig frá störfum sínum og Sessions dró sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa. Samkvæmt Nunes, sem sjálfur er Repúblikani, hefur nefndin ekki komist að neinum upplýsingum sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli starfslið Trump og Rússa í aðdraganda kosninganna. Eini glæpurinn sem nefndin hafi uppgötvað sé leki á upplýsingum um starfslið Trump. Báðar þingnefndir sem fara með njósnamál, í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni fara nú með rannsókn á málinu. Hvíta húsið hefur beðið báðar nefndir um að rannsaka fullyrðingar Trump um að Obama, hafi í valdatíð sinni, látið hlera turn hans. Nunes sagði í sama viðtali við Fox að stutt rannsókn á gögnum dómsmálaráðuneytisins hefði gefið það til kynna að engar slíkar hleranir hefðu átt sér stað. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Engin sönnunargögn benda til þess að starfslið Donald Trump, Bandaríkjaforseta, hafi unnið með Rússum í aðdraganda forsetakosninganna þar í landi sem fóru fram í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildarinnar um njósnamál. BBC greinir frá. Ummælin lét Nunes hafa eftir sér í viðtali á Fox News sjónvarpsfréttastöðinni en næstkomandi mánudag mun yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar, James Comey, svara spurningum nefndarinnar. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa haldið því fram síðan í desember síðastliðnum að Rússar hafi gert tölvuárásir á bandarískar stofnanir og þannig haft áhrif á niðurstöður kosninganna, Trump í vil. Barack Obama, fyrrverandi forseti landsins, rak meðal annars 35 rússneska erindreka úr landi vegna þessa. Þá hafa tengsl ráðamanna innan ríkisstjórnar Trump við Rússa einnig vakið upp spurningar en fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi hans, Michael Flynn og dómsmálaráðherrann Jeff Sessions höfðu báðir samskipti við rússneska ráðamenn á meðan kosningabaráttunni stóð. Flynn varð að segja sig frá störfum sínum og Sessions dró sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á tölvuárásum Rússa. Samkvæmt Nunes, sem sjálfur er Repúblikani, hefur nefndin ekki komist að neinum upplýsingum sem benda til þess að tengsl hafi verið á milli starfslið Trump og Rússa í aðdraganda kosninganna. Eini glæpurinn sem nefndin hafi uppgötvað sé leki á upplýsingum um starfslið Trump. Báðar þingnefndir sem fara með njósnamál, í fulltrúadeildinni og öldungadeildinni fara nú með rannsókn á málinu. Hvíta húsið hefur beðið báðar nefndir um að rannsaka fullyrðingar Trump um að Obama, hafi í valdatíð sinni, látið hlera turn hans. Nunes sagði í sama viðtali við Fox að stutt rannsókn á gögnum dómsmálaráðuneytisins hefði gefið það til kynna að engar slíkar hleranir hefðu átt sér stað.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira