Handbolti

Viggó markahæstur í tapi Randers

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili.
Viggó í leik með Gróttu gegn ÍR á síðasta tímabili. vísir/ernir
Viggó Kristjánsson var markahæstur í liði Randers sem tapaði 23-17 á heimavelli fyrir Kolding í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Viggó skoraði 6 mörk, þar af 5 úr vítaköstum. Viggó skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik en Kolding var 15-11 yfir í hálfleik.

Arnór Freyr Stefánsson átti góða innkomu í mark Randers í seinni hálfleik. Hann varði 8 skot og var með 67% markvörslu en það dugði ekki til því sóknarmenn Randers réðu ekkert við Kasper Hvidt í marki Kolding.

Randers er á botni deildarinnar með 9 stig í 24 leikjum. Kolding er í 6. sæti með 24 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×