Mun færri fylgdust með fyrstu ræðu Donald Trump Bandaríkjaforseta á Bandaríkjaþingi í gær en fyrstu ræðu Barack Obama á þingi eftir að hann tók við embætti 2009.
Í frétt Fortune segir að um 43 milljónir manna hafi fylgst með ræðu Trump í gær. Samkvæmt rannsóknum fyrirtækisins Nielsen fylgdust hins vegar 52,4 milljónir með ræðu Obama árið 2009, eða 17 prósent fleiri en Trump.
Aldrei fylgdust fleiri með ræðu Obama á Bandaríkjaþingi en einmitt 2009.
Fortune segir frá því að flestir hafi fylgst með ræðu Trump á Fox News, eða 10,8 milljónir manna, en 9,1 milljónir á sjónvarpsstöðinni NBC.

