Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun í partýi á Akureyri Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. mars 2017 16:21 Nauðgunin átti sér stað um verslunarmannahelgina 2014. vísir/pjetur Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“ Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja ára fangelsisdóm yfir Aroni Trausta Sigurbjörnssyni sem sakfelldur var fyrir að hafa nauðgað konu í samkvæmi í heimahúsi á Akureyri í ágúst 2014. Honum var jafnframt gert að greiða konunni eina og hálfa milljón króna í miskabætur. Fólkið hittist í miðbæ Akureyrar um verslunarmannahelgina 2014. Aron var ásamt fjórum félögum sínum og konan með einni vinkonu sinni, en hópurinn ákvað að fara saman í eftirpartý eftir lokun skemmtistaða. Konan fékk að sofa í rúmi sem ákærði hafði til umráða í húsinu. Aron, sem neitaði sök, sagðist fyrir dómi hafa ætlað að prófa að skríða upp í rúm til hennar og athuga hvort honum yrði sparkað út úr því. Sagðist hann kannast við að hafa haft samræði við konuna en að það hafi verið með vitund og vilja hennar, en honum var gefið að sök að hafa notfært sér það að hún gat ekki spornað við samræðinu sökum svefndrunga og ölvunar. Fyrir dómi sagðist konan hafa verið ofurölvi þetta kvöld. Hún muni eftir því að hafa hitt manninn og svo þegar hún rankaði við sér með manninn ofan á sér. „Mér leið samt einhvern veginn eins og ég væri í [...]. Það var ógeðslega heitt og svona skrýtið umhverfi. Ég kannaðist ekkert við mig.“ ... „Ég næ ekki einu sinni að gera mér grein fyrir því hvað er að gerast almennilega. ... ég veit, mér fannst frekar augljóst að það var verið að sofa hjá mér, ég fann alveg vel fyrir þessu. ... Ég bara náði ekki að gera neitt. ... Ég var bara hálfdauð,“ sagði konan fyrir dómi.Dómurinn taldi sannað að Aron Trausti hefið haft samræði við konuna gegn vilja hennar, með því að notfæra sér að hún gat ekki spornað við því sökum ástands hennar. Lýsingar Arons á takmörkuðum viðbrögðum konunnar við atlotum hans samrýmist vel þeirri niðurstöðu að meðvitund hennar hafi verið skert vegna ölvunarástands hennar, segir í niðurstöðunni. „Viðbrögð brotaþola eftir að hún vaknaði um morguninn benda eindregið til þess að hún hafi verið illa áttuð og að tíma hafi tekið fyrir hana að gera sér grein fyrir því sem gerst hafði. Er framburður brotaþola að mati dómsins trúverðugur og í góðu samræmi við framburð annarra vitna og framlögð gögn í málinu. Í ljósi alls þessa er það mat dómsins að ákærði hafi hlotið að hafa gert sér grein fyrir því hversu mjög brotaþoli var ölvuð og jafnframt að hann hefði enga réttmæta ástæðu til þess að ætla að hún væri því samþykk að hann hefði við hana samræði.“
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira