Jeff Sessions er undir mikilli pressu og er sakaður um að hafa logið undir eiðstaf varðandi samskipti sín við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Möguleg tengsl Donald Trump og starfsmanna hans við Rússland hafa valdið honum miklum vandræðum.
Rússar eru sakaðir um að hafa haft áhrif á kosningarnar og þá meðal annars með tölvuárásum og áróðri. Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að ráðgjafar Trump hafi starfað með Rússum. Sem yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna er Sessions í raun yfir þeirri rannsókn. Hann sagði sig þó frá rannsókninni í gærkvöldi.
Þingmenn demókrata vilja þó að Sessions segi af sér og segja afsökun hans fyrir því að hafa afvegaleitt þingmenn sé ekki trúverðug.
Trump kom Sessions til varnar á Twitter í nótt og sagði að um „algerar nornaveiðar“ væri að ræða. Þessum ásökunum væri eingöngu ætlað að bjarga andliti demókrata fyrir að tapa kosningum sem þeir héldu að þeir myndu vinna.
„Þeir töpuðu kosningunum og nú hafa þeir tapað gripinu á raunveruleikanum,“ sagði Trump. „Raunverulega fréttin eru allir lekarnir á leynilegum og annars konar upplýsingum.“
Jeff Sessions is an honest man. He did not say anything wrong. He could have stated his response more accurately, but it was clearly not....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017
...intentional. This whole narrative is a way of saving face for Democrats losing an election that everyone thought they were supposed.....
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017
...to win. The Democrats are overplaying their hand. They lost the election, and now they have lost their grip on reality. The real story...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017
...is all of the illegal leaks of classified and other information. It is a total "witch hunt!"
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 3, 2017