Það er ákveðið karþarsis að sleppa sér svona Magnús Guðmundsson skrifar 4. mars 2017 10:00 Ilmur Kristjánsdóttir segir að það sé skýrara að allir stefni að sama marki í leikhúsinu en í pólitíkinni. Visir/Stefán Farsinn er tegund af gamanleik sem á rætur að rekja allt aftur til Frakklands á sautjándu öld. Greinin átti einkum sitt blómaskeið í Bretlandi á eftirstríðsárunum og síðustu áratugum síðustu aldar var sýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur fjöldi farsa við gríðarlegar vinsældir, bæði í Iðnó og á hinum víðfrægu miðnætursýningum í Austurbæjarbíói. Það er því skemmtilega viðeigandi að farsinn skuli eiga sér framhaldslíf í Borgarleikhúsinu í meðförum leikfélagsins en farsinn Úti að aka, eftir enska leikskáldið Ray Cooney, verður frumsýndur á stóra sviði hússins í kvöld í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Á meðal leikenda í aðalhlutverki er Ilmur Kristjánsdóttir sem snýr aftur á fjalirnar eftir að hafa verið meðal annars í hringiðu borgarmálanna. „Síðast var ég á sviði þegar ég var kasólétt í Jeppi á fjalli, í lok árs 2013. Það er eiginlega lengra liðið en ég átti von á svona þegar ég hugsa þetta. Mér finnst alltaf gott að fara aðeins frá en ég verð að játa að ég var farin að sakna þess mjög mikið að vera á sviði. En þegar maður fer svona frá þá verður það ákaflega skýrt hversu tengdur maður er leikhúsinu í raun og veru.“ Bænheyrð En hvernig skyldi Ilmur hafa kunnað við sig í borgarpólitíkinni á þessum tíma? „Bara mjög vel. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt eins og það er alltaf að láta vaða og stökkva í djúpu laugina. Það hefur verið skemmtilegt að kynnast bæði nýju fólki og nýjum vettvangi og fá að beita sér þar, vonandi til góðs. Ég verð að játa að ég var alveg skíthrædd við þetta fyrst en að sama skapi er það ákaflega góð tilfinning að öðlast öryggi inn í það. Það stækkar mann.“ Ilmur segir að heimar leikhússins og stjórnmálanna séu að mörgu leyti ólíkir. „Það er kannski meira þessi tilfinning að tilheyra í leikhúsinu, það er meira svona „hver fyrir sig” stemning í pólitíkinni þó að maður tilheyri auðvitað innan flokka. Í leikhúsinu er skýrara að við stefnum að sama marki þó við séum í ólíkum hlutverkum.“ Nú þegar Ilmur er komin aftur má segja að hún stökkvi beint í hringiðu leikhússins með stóru hlutverki í farsa þar sem hraðinn og ærslin eru mikil. En hvers vegna að koma aftur núna? „Já, það var nú soldið fyndið hvernig þetta kom til. Ég var búin að vera í smátíma í pólitíkinni og það var satt best að segja búið að vera soldið erfitt. Þá kom þetta tilboð, að leika í farsa, en ég hef aldrei leikið í farsa áður, og ég eiginlega þráði ekkert heitar en að standa á sviði og heyra hlátur. Þannig að það var eins og ég væri bænheyrð,“ segir Ilmur og hlær við tilhugsunina. Halldór Gylfason, Ilmur Kristjánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum í Úti að aka, í Borgarleikhúsinu.Mynd/Grímur BjarnasonÁkveðið ástand Ilmur segir að Úti að aka sé skemmtilega hefðbundinn misskilningsfarsi enda sé vart hægt að finna það leikskáld í samtímanum sem hefur náð viðlíka tökum á þessu formi og Ray Cooney. Að auki hafi Gísli Rúnar Jónsson tekið að sér að staðfæra verkið og það auki enn á ánægjuna fyrir íslenska áhorfendur. „Þetta fjallar um hann Jón sem er leigubílstjóri en hann á tvö heimili, tvær eiginkonur og ég leik aðra þeirra. Hann á eitt heimili í Mosfellsbæ og eitt í Hafnarfirði og er að reyna að halda þessum blekkingarleik gangandi. Hann á börn á sama aldri, stelpu og strák, á hvort á sínu heimilinu og þegar leikritið byrjar þá eru þau að kynnast á netinu. Þau eru að fara að hittast en Jón gerir allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir það með óborganlega fyndnum afleiðingum.“ En skyldu Ilmur og leikhópurinn ekkert hafa áhyggjur af því að tími farsans í leikhúsinu sé liðinn? „Nei, veistu það, þó þetta sé stundum alveg glataður húmor því það er auðvitað ekkert fyndið við það að maðurinn sé að stunda tvíkvæni. En maður setur þetta í eitthvert hólf og ég held að fólk sem fer á farsa það geri það líka til þess að leyfa sér að hlæja að einhverri vitleysu. Það er samningurinn. Það er svo frelsandi og núna erum við búin að sýna fyrir áhorfendur í aðdraganda frumsýningar og það er hreinlega eins og fólk missi það. Það er svo gaman. Þetta er svona ákveðið kaþarsis að sleppa sér svona og fólk hreinlega dettur í eitthvert ástand þar sem það bara hlær og það má láta allt vaða.“ Ilmur segir að það sé því vissulega gaman að koma aftur í leikhúsið. „Þetta er svo frábær og kærleiksríkur hópur. Ég finn að það hefur jákvæð áhrif á mig og hina vinnuna mína líka vegna þess að ég er glaðari og hef meira að gefa. Það er yndislegt.“ Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Farsinn er tegund af gamanleik sem á rætur að rekja allt aftur til Frakklands á sautjándu öld. Greinin átti einkum sitt blómaskeið í Bretlandi á eftirstríðsárunum og síðustu áratugum síðustu aldar var sýndur hjá Leikfélagi Reykjavíkur fjöldi farsa við gríðarlegar vinsældir, bæði í Iðnó og á hinum víðfrægu miðnætursýningum í Austurbæjarbíói. Það er því skemmtilega viðeigandi að farsinn skuli eiga sér framhaldslíf í Borgarleikhúsinu í meðförum leikfélagsins en farsinn Úti að aka, eftir enska leikskáldið Ray Cooney, verður frumsýndur á stóra sviði hússins í kvöld í leikstjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Á meðal leikenda í aðalhlutverki er Ilmur Kristjánsdóttir sem snýr aftur á fjalirnar eftir að hafa verið meðal annars í hringiðu borgarmálanna. „Síðast var ég á sviði þegar ég var kasólétt í Jeppi á fjalli, í lok árs 2013. Það er eiginlega lengra liðið en ég átti von á svona þegar ég hugsa þetta. Mér finnst alltaf gott að fara aðeins frá en ég verð að játa að ég var farin að sakna þess mjög mikið að vera á sviði. En þegar maður fer svona frá þá verður það ákaflega skýrt hversu tengdur maður er leikhúsinu í raun og veru.“ Bænheyrð En hvernig skyldi Ilmur hafa kunnað við sig í borgarpólitíkinni á þessum tíma? „Bara mjög vel. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt eins og það er alltaf að láta vaða og stökkva í djúpu laugina. Það hefur verið skemmtilegt að kynnast bæði nýju fólki og nýjum vettvangi og fá að beita sér þar, vonandi til góðs. Ég verð að játa að ég var alveg skíthrædd við þetta fyrst en að sama skapi er það ákaflega góð tilfinning að öðlast öryggi inn í það. Það stækkar mann.“ Ilmur segir að heimar leikhússins og stjórnmálanna séu að mörgu leyti ólíkir. „Það er kannski meira þessi tilfinning að tilheyra í leikhúsinu, það er meira svona „hver fyrir sig” stemning í pólitíkinni þó að maður tilheyri auðvitað innan flokka. Í leikhúsinu er skýrara að við stefnum að sama marki þó við séum í ólíkum hlutverkum.“ Nú þegar Ilmur er komin aftur má segja að hún stökkvi beint í hringiðu leikhússins með stóru hlutverki í farsa þar sem hraðinn og ærslin eru mikil. En hvers vegna að koma aftur núna? „Já, það var nú soldið fyndið hvernig þetta kom til. Ég var búin að vera í smátíma í pólitíkinni og það var satt best að segja búið að vera soldið erfitt. Þá kom þetta tilboð, að leika í farsa, en ég hef aldrei leikið í farsa áður, og ég eiginlega þráði ekkert heitar en að standa á sviði og heyra hlátur. Þannig að það var eins og ég væri bænheyrð,“ segir Ilmur og hlær við tilhugsunina. Halldór Gylfason, Ilmur Kristjánsdóttir og Hilmir Snær Guðnason í hlutverkum sínum í Úti að aka, í Borgarleikhúsinu.Mynd/Grímur BjarnasonÁkveðið ástand Ilmur segir að Úti að aka sé skemmtilega hefðbundinn misskilningsfarsi enda sé vart hægt að finna það leikskáld í samtímanum sem hefur náð viðlíka tökum á þessu formi og Ray Cooney. Að auki hafi Gísli Rúnar Jónsson tekið að sér að staðfæra verkið og það auki enn á ánægjuna fyrir íslenska áhorfendur. „Þetta fjallar um hann Jón sem er leigubílstjóri en hann á tvö heimili, tvær eiginkonur og ég leik aðra þeirra. Hann á eitt heimili í Mosfellsbæ og eitt í Hafnarfirði og er að reyna að halda þessum blekkingarleik gangandi. Hann á börn á sama aldri, stelpu og strák, á hvort á sínu heimilinu og þegar leikritið byrjar þá eru þau að kynnast á netinu. Þau eru að fara að hittast en Jón gerir allt sem í hans valdi stendur til þess að koma í veg fyrir það með óborganlega fyndnum afleiðingum.“ En skyldu Ilmur og leikhópurinn ekkert hafa áhyggjur af því að tími farsans í leikhúsinu sé liðinn? „Nei, veistu það, þó þetta sé stundum alveg glataður húmor því það er auðvitað ekkert fyndið við það að maðurinn sé að stunda tvíkvæni. En maður setur þetta í eitthvert hólf og ég held að fólk sem fer á farsa það geri það líka til þess að leyfa sér að hlæja að einhverri vitleysu. Það er samningurinn. Það er svo frelsandi og núna erum við búin að sýna fyrir áhorfendur í aðdraganda frumsýningar og það er hreinlega eins og fólk missi það. Það er svo gaman. Þetta er svona ákveðið kaþarsis að sleppa sér svona og fólk hreinlega dettur í eitthvert ástand þar sem það bara hlær og það má láta allt vaða.“ Ilmur segir að það sé því vissulega gaman að koma aftur í leikhúsið. „Þetta er svo frábær og kærleiksríkur hópur. Ég finn að það hefur jákvæð áhrif á mig og hina vinnuna mína líka vegna þess að ég er glaðari og hef meira að gefa. Það er yndislegt.“
Menning Mest lesið Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira