Chelsea hefur skorað 55 mörk í 26 leikjum en 30 þeirra hafa verið skoruð af Spánverjum eða 54 prósent marka liðsins.
Mestu munar um sextán mörk frá Diego Costa en Pedro hefur skorað sjö mörk, Marcos Alonso er með fjögur og Cesc Fàbregas hefur skorað þrjú mörk. Eini Spánverjinn í liðinu sem hefur ekki skorað er César Azpilicueta.
Það sem er þó athyglisverðast fyrir þennan fjölda spænskra marka hjá Chelsea-liðinu er að ekkert af bestu liðum spænska boltans hefur fengið jafnmörg mörk frá spænskum leikmönnum í efstu deild á þessu tímabili.
Chelsea er ekki bara efst því liðið er með sex marka forskot á Real Madrid sem hefur "bara" fengið 24 mörk frá spænskum leikmönnum í spænsku deildinni á þessu tímabili. Twittersíðan Squawka tók þetta saman.
Barcelona hefur hinsvegar aðeins fengið 8 af 71 marki sínu frá spænskum leikmönnum eða aðeins ellefu prósent markanna. Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur skorað 21 mark, Úrúgvæmaðurinn Luis Suarez er með 20 mörk og Brasilíumaðurinn Neymar er búinn að skora 7 mörk.
Iago Aspas er markahæsti Spánverjinn í spænsku deildinni til þessa í vetur en hann hefur skorað fjórtán mörk fyrir Celta de Vigo. Gerard Moreno hjá Espanyol og Sergi Enrich hjá Eibar hafa bæði skorað tíu mörk.
League goals scored by Spanish players this season:
— Squawka Football (@Squawka) March 2, 2017
Chelsea (30)
Real Madrid (24)
Sevilla (17)
Atletico Madrid (9)
Barcelona (8) pic.twitter.com/g2mbojKfWq