Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 18:56 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/EPA Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira