Talsmaður Obama hafnar því að Trump hafi verið hleraður Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. mars 2017 18:56 Donald Trump og Barack Obama. Vísir/EPA Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Talsmaður Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafnar því alfarið að Obama hafi látið hlera síma Donald Trump, núverandi forseta, fyrir forsetakosningarnar í nóvember síðastliðnum. BBC greinir frá. Í tilkynningu talsmannsins, Kevin Lewis, segir að „hvorki forsetinn né nokkur starfsmaður Hvíta hússins hafi fyrirskipað hleranir á símum nokkurs bandarísks borgara.“ Tilkynningin kom eftir að Trump tjáði sig á Twitter um klukkan hálf sex að morgni að staðartíma, að hann hafi komist að því að hann hafi verið hleraður að fyrirskipan Obama. Trump er um þessar mundir staddur á setri sínu í Flórída. Hann gaf þó engar nánari skýringar á því hvernig hann hefði komist að þessu né heldur lagði hann fram gögn máli sínu til stuðnings. Áður hafði einn af fyrrverandi ráðgjöfum Obama, Ben Rhodes, tjáð sig um ummælin þar sem hann benti á að samkvæmt bandarískum lögum gæti enginn forseti fyrirskipað hleranir á almennum borgurum. Það væri gert til þess að vernda borgara fyrir forsetum eins og Trump. Talið er að ásakanir Trump séu tilraunir til þess að dreifa athygli fjölmiðla frá rannsókn á tengslum ríkisstjórnar hans við Rússa. Nýverið dróg Jeff Sessions sig frá rannsókn alríkislögreglunnar á afskiptum Rússa af kosningabaráttunni, þar sem nú er talið víst að hann hafi fundað með rússneskum ráðamönnum þegar kosningabarátta Trump stóð sem hæst. Sjá einnig: Vandræði samherja Donalds TrumpUmmæli Trump má rekja til frétta á Breitbart fréttasíðunni, sem er í eigu Steve Bannon, helsta ráðgjafa Trump, um ásakanir Mark Levin, útvarpsmanns, sem hefur haldið því fram að Obama hafi látið hlera síma Trump í kosningabaráttunni. Þar kallaði Levin eftir því að bandaríska þingið myndi rannsaka aðgerðir ríkisstjórnar Obama þegar kosningabaráttan stóð sem hæst. Ekki er vitað með hvaða hætti Levin fékk þessar upplýsingar né heldur er nokkuð vitað um sannleiksgildi þeirra.No President can order a wiretap. Those restrictions were put in place to protect citizens from people like you. https://t.co/lEVscjkzSw— Ben Rhodes (@brhodes) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017 Terrible! Just found out that Obama had my "wires tapped" in Trump Tower just before the victory. Nothing found. This is McCarthyism!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 4, 2017
Donald Trump Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Erlent Fleiri fréttir Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira