Stelpurnar gerðu jafntefli við Spán Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. mars 2017 16:45 Byrjunarliðið á móti Spáni í dag. mynd/ksí Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta gerðu markalaust jafntefli við sterkt lið Spánar í lokaumferð riðlakeppni Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í dag. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti B-riðilsins með tvö stig eftir jafntefli á móti Noregi og Spáni en tap fyrir Japan. Ísland komst nálægt því að skora í tvígang í fyrri hálfleik en Hallbera Gísladóttir átti aukaspyrnu sem fór rétt framhjá og þá skallaði Sara Björk Gunnarsdóttir boltann yfir markið eftir sendingu frá Hallberu. Þær spænsku fengu óbeina aukaspyrnu inn í vítateig Íslands en Sonný Lára Þráinsdóttir, sem fékk tækifæri í markinu í dag, gerði vel í að verja. Ekkert var heldur skorað í seinni hálfleik en Ísland skoraði aðeins eitt mark í þremur leikjum í riðlakeppninni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði það á 8. mínútu á móti Noregi þegar hún jafnaði metin í 1-1 en síðan spilaði íslenska liðið 262 mínútur án þess að skora mark. Það er ákveðið áhyggjuefni fyrir Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Ísland spilaði aftur 3-4-3 í dag en Freyr byrjaði að móta það kerfi á æfingamótinu í Kína fyrir áramót. Stelpurnar voru ekki alveg að finna sig í því kerfi til að byrja með á móti Japan í síðasta leik en spiluðu svo þrjá hálfleika án þess að fá á sig mark í því kerfi á móti Japan og Spáni. Hér að neðan var fylgst með því helsta sem gerðist í leiknum í dag.Bein lýsing: 16.36 Leik lokið. Ísland endar í þriðja sæti og spilar um fimmta sætið á mótinu. Takk fyrir í dag. 16.32 Japan er komið í 2-0 á móti Noregi og er að gulltryggja sér annað sætið í riðinum á eftir Spáni. 16.30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir koma inná á 85. mínútu fyrir Gunnhildi Yrsu og Elísu Viðarsdóttir. Koma svo! 16.28 Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma og leikurinn ansi rólegur eftir fjörugan fyrsta klukkutíma. 16.25 Hvorugt liðið virðist ætla að skora mark. Um tíu mínútur eftir og Ísland ekki búið að skora síðan á 8. mínútu á móti Noregi í fyrsta leik. 16.20 Spánn fær sitt besta færi í leiknum á 75. mínútu. Skot á markið eftir sendingu frá vinstri. Skotið sem betur fer slappt og Sonný ver auðveldlega. 16.15 Freyr gerir tvær breytingar til viðbótar á íslenska liðinu á 71. mínútu. Guðmunda Brynja Óladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma inn á fyrir Fanndísi og Katrínu Ásbjörns. Guðmunda að spila sinn fyrsta leik á mótinu eftir að vera flogið út vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Enn þá, 0-0. 16.06 Japan er komið yfir, 1-0, á móti Noregi. Japan tryggir sér annað sætið með sigri þannig þriðja sætið er það besta í boði fyrir okkar stelpur eins og staðan er núna. Þá spilar Ísland um fimmta sætið. 16.04 Mark... en það fær ekki að standa. Sara Björk skallar boltann í netið eftir sendingu Hallberu en rangstaða dæmd. KSÍ á Facebook segir frá. 16.02 Fyrstu skiptingarnar hjá Íslandi á 58. mínútu. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir kemur inn á fyrir Elínu Mettu Jensen og Glódís Perla leysir Örnu Sif af í vörninni. 15.57 Freyr Alexandersson gerði engar breytingar í hálfleik. Sömu ellefu og byrjuðu leikinn mæta út á völl í síðari hálfleik. 15.53 Seinni hálfleikurinn er hafinn. 15.33 Fyrri hálfleik lokið og staðan 0-0 hjá Íslandi og Spáni. Stelpurnar ekki búnar að skora núna fjóra hálfleiki í röð. Það er líka markalaust hjá Noregi á Spáni þannig staðan í riðlinum er svona: Spánn 7 stig (+4), Japan 4 stig (+1), Ísland 1 stig (-2), Noregur 1 stig (-3) 15.31 Fanndís Friðriksdóttir nælir sér í gult spjald fyrir peysutog. 15.25 Fanndís Friðriksdóttir nærri því búin að skora, samkvæmt lýsingu KSÍ á Facebook. Nær góðu skoti en spænski markvörðurinn ver. Ísland að skapa sér færi í fyrri hálfleik. 15.15 Lítið að gerast hjá stelpunum núna. Ekkert mark komið á fyrsta hálftímanum í leikjunum tveimur. Enn þá markalaust hjá Japani og Noregi. Ísland endar í þriðja sæti eins og staðan er núna. 15.06 Aftur er Ísland nálægt því að skora! Hallbera með aukaspyrnu á kollinn á Söru Björk sem skallar rétt yfir markið. 15.05 Spánn nálægt því að skora! Óbein aukaspyrna rétt fyrir framan markteig íslenska liðsins, inn í vítateignum. Sonný Lára gerir frábærlega í að verja skotið af stuttu færi með fætinum. Vel gert hjá Sonný. 15.00 Staðan er enn þá 0-0 hjá Noregi og Japan en leikurinn hófst á sama tíma. Japan nægir jafntefli til að komast áfram nema Ísland vinni Spán, 3-0. 14.56 Ísland hársbreidd frá því að skora fyrsta markið. Hallbera með aukaspyrnu frá hægri og litlu munar að boltinn fari inn, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. 14.55 Enn þá markalaust eftir tíu mínútur. Leikurinn er ekki í beinni útsendingu og því birtast hér aðeins helstu atvikin. 14.45 Leikurinn er hafinn. 14.42 Spænska liðið er eitt það best spilandi í heiminum í dag en stundum heldur það boltanum út í það óendanlega. Stelpurnar farnar að líkjast strákaliðinu þegar það var upp á sitt besta. Spánverjar ætla sér stóra hluti á EM í sumar. 14.40 Íslenska liðið er aðeins búið að skora eitt mark til þessa á mótinu en það gerði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir snemma leiks á móti Noregi. Síðan þá eru stelpurnar búnar að spila þrjá hálfleiki án þess að skora mark. Vonandi verður breyting á núna.14.32 Stelpurnar okkar spila aftur með þriggja manna varnarlínu en Freyr er að prófa sig áfram með þetta kerfi til að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu á EM í sumar.14.31 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Japan. Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, fær tækifæri í markinu og inn koma líka Arna Sif Ásgrímsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.14.30 Velkomin til leiks. Stelpurnar okkar geta enn náð öðru sæti riðilsins og spilað um bronsið. Þær þurfa þá að gjöra svo vel og vinna Spán í dag sem er með fullt hús.Byrjunarliðið:Mark: Sonný Lára ÞráinsdóttirVörn: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sif Atladóttir og Anna Björk KristjánsdóttirMiðja: Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirSókn: Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir Íslenski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í fótbolta gerðu markalaust jafntefli við sterkt lið Spánar í lokaumferð riðlakeppni Algarve-mótsins í fótbolta sem fram fer í dag. Íslenska liðið endaði í þriðja sæti B-riðilsins með tvö stig eftir jafntefli á móti Noregi og Spáni en tap fyrir Japan. Ísland komst nálægt því að skora í tvígang í fyrri hálfleik en Hallbera Gísladóttir átti aukaspyrnu sem fór rétt framhjá og þá skallaði Sara Björk Gunnarsdóttir boltann yfir markið eftir sendingu frá Hallberu. Þær spænsku fengu óbeina aukaspyrnu inn í vítateig Íslands en Sonný Lára Þráinsdóttir, sem fékk tækifæri í markinu í dag, gerði vel í að verja. Ekkert var heldur skorað í seinni hálfleik en Ísland skoraði aðeins eitt mark í þremur leikjum í riðlakeppninni. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði það á 8. mínútu á móti Noregi þegar hún jafnaði metin í 1-1 en síðan spilaði íslenska liðið 262 mínútur án þess að skora mark. Það er ákveðið áhyggjuefni fyrir Frey Alexandersson, landsliðsþjálfara. Ísland spilaði aftur 3-4-3 í dag en Freyr byrjaði að móta það kerfi á æfingamótinu í Kína fyrir áramót. Stelpurnar voru ekki alveg að finna sig í því kerfi til að byrja með á móti Japan í síðasta leik en spiluðu svo þrjá hálfleika án þess að fá á sig mark í því kerfi á móti Japan og Spáni. Hér að neðan var fylgst með því helsta sem gerðist í leiknum í dag.Bein lýsing: 16.36 Leik lokið. Ísland endar í þriðja sæti og spilar um fimmta sætið á mótinu. Takk fyrir í dag. 16.32 Japan er komið í 2-0 á móti Noregi og er að gulltryggja sér annað sætið í riðinum á eftir Spáni. 16.30 Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir koma inná á 85. mínútu fyrir Gunnhildi Yrsu og Elísu Viðarsdóttir. Koma svo! 16.28 Fimm mínútur eftir af venjulegum leiktíma og leikurinn ansi rólegur eftir fjörugan fyrsta klukkutíma. 16.25 Hvorugt liðið virðist ætla að skora mark. Um tíu mínútur eftir og Ísland ekki búið að skora síðan á 8. mínútu á móti Noregi í fyrsta leik. 16.20 Spánn fær sitt besta færi í leiknum á 75. mínútu. Skot á markið eftir sendingu frá vinstri. Skotið sem betur fer slappt og Sonný ver auðveldlega. 16.15 Freyr gerir tvær breytingar til viðbótar á íslenska liðinu á 71. mínútu. Guðmunda Brynja Óladóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma inn á fyrir Fanndísi og Katrínu Ásbjörns. Guðmunda að spila sinn fyrsta leik á mótinu eftir að vera flogið út vegna meiðsla Söndru Maríu Jessen. Enn þá, 0-0. 16.06 Japan er komið yfir, 1-0, á móti Noregi. Japan tryggir sér annað sætið með sigri þannig þriðja sætið er það besta í boði fyrir okkar stelpur eins og staðan er núna. Þá spilar Ísland um fimmta sætið. 16.04 Mark... en það fær ekki að standa. Sara Björk skallar boltann í netið eftir sendingu Hallberu en rangstaða dæmd. KSÍ á Facebook segir frá. 16.02 Fyrstu skiptingarnar hjá Íslandi á 58. mínútu. Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir kemur inn á fyrir Elínu Mettu Jensen og Glódís Perla leysir Örnu Sif af í vörninni. 15.57 Freyr Alexandersson gerði engar breytingar í hálfleik. Sömu ellefu og byrjuðu leikinn mæta út á völl í síðari hálfleik. 15.53 Seinni hálfleikurinn er hafinn. 15.33 Fyrri hálfleik lokið og staðan 0-0 hjá Íslandi og Spáni. Stelpurnar ekki búnar að skora núna fjóra hálfleiki í röð. Það er líka markalaust hjá Noregi á Spáni þannig staðan í riðlinum er svona: Spánn 7 stig (+4), Japan 4 stig (+1), Ísland 1 stig (-2), Noregur 1 stig (-3) 15.31 Fanndís Friðriksdóttir nælir sér í gult spjald fyrir peysutog. 15.25 Fanndís Friðriksdóttir nærri því búin að skora, samkvæmt lýsingu KSÍ á Facebook. Nær góðu skoti en spænski markvörðurinn ver. Ísland að skapa sér færi í fyrri hálfleik. 15.15 Lítið að gerast hjá stelpunum núna. Ekkert mark komið á fyrsta hálftímanum í leikjunum tveimur. Enn þá markalaust hjá Japani og Noregi. Ísland endar í þriðja sæti eins og staðan er núna. 15.06 Aftur er Ísland nálægt því að skora! Hallbera með aukaspyrnu á kollinn á Söru Björk sem skallar rétt yfir markið. 15.05 Spánn nálægt því að skora! Óbein aukaspyrna rétt fyrir framan markteig íslenska liðsins, inn í vítateignum. Sonný Lára gerir frábærlega í að verja skotið af stuttu færi með fætinum. Vel gert hjá Sonný. 15.00 Staðan er enn þá 0-0 hjá Noregi og Japan en leikurinn hófst á sama tíma. Japan nægir jafntefli til að komast áfram nema Ísland vinni Spán, 3-0. 14.56 Ísland hársbreidd frá því að skora fyrsta markið. Hallbera með aukaspyrnu frá hægri og litlu munar að boltinn fari inn, samkvæmt lýsingu á Facebook-síðu KSÍ. 14.55 Enn þá markalaust eftir tíu mínútur. Leikurinn er ekki í beinni útsendingu og því birtast hér aðeins helstu atvikin. 14.45 Leikurinn er hafinn. 14.42 Spænska liðið er eitt það best spilandi í heiminum í dag en stundum heldur það boltanum út í það óendanlega. Stelpurnar farnar að líkjast strákaliðinu þegar það var upp á sitt besta. Spánverjar ætla sér stóra hluti á EM í sumar. 14.40 Íslenska liðið er aðeins búið að skora eitt mark til þessa á mótinu en það gerði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir snemma leiks á móti Noregi. Síðan þá eru stelpurnar búnar að spila þrjá hálfleiki án þess að skora mark. Vonandi verður breyting á núna.14.32 Stelpurnar okkar spila aftur með þriggja manna varnarlínu en Freyr er að prófa sig áfram með þetta kerfi til að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu á EM í sumar.14.31 Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari, gerir fimm breytingar á liðinu sem tapaði fyrir Japan. Sonný Lára Þráinsdóttir, markvörður Breiðabliks, fær tækifæri í markinu og inn koma líka Arna Sif Ásgrímsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir og Elísa Viðarsdóttir.14.30 Velkomin til leiks. Stelpurnar okkar geta enn náð öðru sæti riðilsins og spilað um bronsið. Þær þurfa þá að gjöra svo vel og vinna Spán í dag sem er með fullt hús.Byrjunarliðið:Mark: Sonný Lára ÞráinsdóttirVörn: Arna Sif Ásgrímsdóttir, Sif Atladóttir og Anna Björk KristjánsdóttirMiðja: Elísa Viðarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Hallbera Guðný GísladóttirSókn: Elín Metta Jensen, Katrín Ásbjörnsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir
Íslenski boltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Fleiri fréttir Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Danmörk - Grikkland | Danir geta komist í góða stöðu Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Sjá meira