Bó hafnar því alfarið að eiga í slagsmálum við Valla sport Jakob Bjarnar skrifar 7. mars 2017 14:33 Bó segir Valla sport vilja skekkja umræðuna með gömlum trixum. „Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.” Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
„Ég hef hvorki komið að undirbúningi né framleiðslu á laginu þeirra Svölu og Einars í söngvakeppninni. Þau sömdu lagið saman í Los Angeles og var að mestu unnið þar og eru sjálf að standa í þessu ein og óstudd og gera það vel,“ segir Björgvin Halldórsson. Björgvin, eða Bó, er, eins og kunnugt er, faðir Svölu Björgvinsdóttur sem keppir í úrslitum íslensku Júróvisjón-keppninnar á laugardaginn. Hann er fremur ósáttur við hvernig málum er stillt upp á Vísi, að þar berjist á bak við tjöldin Bó og svo Valli sport, hvor með keppanda á sínum snærum. Bó segir þetta fráleitt, hann eigi ekki í neinum stælum við Valla sport.Gamalt trix Valla til að dreifa athyglinni„Þau eru engan veginn á mínum vegum. Ég hef aldrei verið að skipta mér af því hvað börnin mín eru að gera í tónlistinni, en að sjálfsögðu styð ég þau í því sem þau gera eins og allir gera með börnunum sínum og vinum Það er engin ólgandi barátta á milli Valla Sport og mín. Hvers vegna ætti það að vera? Ég held að sú barátta sé aðallega í hausnum á Valla. Mér sýnist hann vera að dreifa athyglinni og umræðunni um keppnina á annan veg en hún á að vera og skekkja hana nokkuð. Þetta er gamalt trix sem stundum er notað hjá þeim sem finnast þeir vera undir í umræðunni og könnunum,“ segir Bó í samtali við Vísi.Megi sá besti sigraOg Bó heldur áfram: „Þeir sem eru að keppa núna eiga allt gott skilið og eru margir frábærir söngvarar í keppninni og lögin eru mörg hver góð. Það er minnst á Aron Hannes vin minn í þessari grein á visir.is. Hann er mér að góðu kunnur og var fyrsta Jólastjarnan hjá mér á Jólagestum Björgvins og stóð sig vel. Góður drengur og vaxandi fínn söngvari og stendur sig vel sem og aðrir keppendur. Ég óska öllum keppendum hins besta á laugardagskvöldið og vonandi kemst Ísland loksins í úrslitin í lokakeppninni. Það er kominn tími á það. Megi besta manneskjan vinna.”
Tengdar fréttir Valli sport og Bó berjast bak við tjöldin Hitnar í Júróvisjónkolum 7. mars 2017 11:45 Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira