Geðlæknirinn á Litla-Hrauni hætti því ekki var hægt að veita lágmarksþjónustu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 8. mars 2017 20:26 Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Haraldur Erlendsson, sem starfaði sem geðlæknir á Litla-Hrauni um árabil, sagði starfi sínu í fangelsinu lausu því honum hugnaðist ekki hvernig staðið var að málaflokknum. Hann sinnti einn öllum föngum fangelsisins. „Hvar sem er í fangelsum heimsins er hópur þar sem er verulega lasinn og á við mikla erfiðleika að stríða. Og það er mikilvægt að þarna sé siðferðisleg lágmarksþjónusta. Og þó ég væri að koma þarna vikulega þá var eiginlega of mikið af vandamálum til að ég gæti verið þarna á staðnum,“ sagði Haraldur í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Haraldur segir hvern og einn fá um hálftíma í senn með geðlækni, sem sé langt frá því að vera nóg. „Það er svo ekkert sem skeður á milli. Það er góð heilsugæsla þarna en það er bara ekki nóg. Þetta er hópur sem er með fjöldann af vandamálum enda koma flestir inn með fíknivanda og það er oft mikið þunglyndi og sjálfsvígshætta eftir að þeir koma fyrst inn. Svo eru margir með persónuleikaröskun, athyglisbrest, þunglyndi og kvíða. Það er að minnsta kosti tíföld aukning á hættu á andlegum vandamálum í þessum hópi en hjá almenningi.“ Þá sé mörgu öðru ábótavant. „Það var engin auka aðstoð. Það var enginn sem var að sinna þessu fólki. Það voru þarna sálfræðingar bara í sínum verkefnum, en það var ekki nein teymisvinna. Til að gera svona vel þarf fjóra, fimm, sex einstaklinga til þess að halda utan um þetta fólk, enda er það í mikilli áhættu bæði fyrstu vikurnar og svo áframhaldandi, eftir hvað er að ske.“ Haraldur segir að margt sé hægt að gera til þess að bæta vanda fanga og hegðun þeirra. „Auðvitað er ákveðinn hluti þar sem það er ekki hægt og maður þarf frekar að tryggja öryggi borgaranna en að eyða peningum að meðhöndla. En meirihluti gagnast verulega. Alls konar inngrip, lyf, viðtöl, setja upp ramma – stuðningsramma, bæði á meðan meðhöndlun er og eftir á," sagði Haraldur í viðtali við Heimi Má Pétursson í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem og Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata ræddu málefni fanga, en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Sjá meira
Sálfræðingur ekki sést í fangelsinu í um tvö ár Félag fanga segir að sálfræðingur hafi ekki komið í fangelsið á Akureyri í tvö ár. Þetta sé veruleiki fanga. Við því þurfi að bregðast. Fangar í mikilli þörf fyrir sál- og geðheilbrigðisþjónustu. 8. mars 2017 06:00