Handbolti

Stefán Rafn spilar í Ungverjalandi næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stefán Rafn Sigurmannsson.
Stefán Rafn Sigurmannsson. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson mun skipta um lið í sumar og spila í ungversku deildinni á næsta tímabili. Morgunblaðið segir frá þessu.

Stefán Rafn verur kynntur sem nýr leikmaður ungverska liðsins Pick Szeged á morgun. Hann heldur upp á 27 ára afmælið sitt í maímánuði og spilar sem vinstri hornamaður.

Stefán Rafn spilar því bara í eitt tímabil með danska liðinu Aalborg Håndbold sem hann samdi við fyrir þetta tímabil.

Ungverska liðið mun samkvæmt heimildum Ívars Benediktssonar á Morgunblaðinu kaupa upp samning Stefáns við danska liðið en hann átti enn eftir tvö ár af samningi sínum.

Stefán Rafn hefur spilað með atvinnumaður frá árinu 2012 en fyrstu fjögur tímabilin var hann í herbúðum þýska liðsins Rhein-Neckar Löwen.

Stefán hefur skorað 50 mörk í 21 leik með á þessu tímabili þar af 11 þeirra úr vítum. Hann er með 73 prósent skotnýtingu.

Vinstri hornamenn ungverska liðsins í dag eru Svíinn Jonas Källman og Ungverjinn Bendegúz Bóka. Það er líklegra að Stefán Rafn sé kominn til að leysa af Jonas Källman sem hefur verið hjá Pick Szeged síðan 2014.

Pick Szeged er í öðru sæti ungversku deildarinnar eins og er þrátt fyrir að vera eina taplausa lið deildarinnar. Liðið á leik inni á topplið Veszprém og gæti því náð efsta sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×