Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur að ljúka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. mars 2017 11:10 Maðurinn sem situr í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var leiddur fyrir dómara í liðinni viku. vísir/eyþór Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður þá sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út en einn maður, grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq, er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu. Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Umfangsmikil leit var gerð að henni í vikunni á eftir og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Þá voru tveir menn búnir að vera í gæsluvarðhaldi í fjóra daga, annars vegar maðurinn sem enn er í haldi og hins vegar kollegi hans af grænlenska togaranum, en honum var sleppt úr haldi tveimur vikum síðar. Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og fór hann því aftur heim til Grænlands en maðurinn er þó enn með stöðu grunaðs manns í málinu. Grímur segir að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. „Við stefnum á að ljúka rannsókn um miðjan mánuðinn, það er öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Okkur eru að berast annars slagið niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá sem bætast þá bara inn í rannsóknina og við erum raunverulega bara í þeirri stöðu að vera að bíða eftir þeim niðurstöðum,“ segir Grímur. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hann var yfirheyrður áður en hann var leiddur fyrir dómara en hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Grímur segir þó að hann verði yfirheyrður áður en rannsókninni ljúki en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00 Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Rannsókninni á máli Birnu Brjánsdóttur lýkur í næstu viku eða byrjun þeirrar þar næstu að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Málið verður þá sent til héraðssaksóknara sem tekur ákvörðun um hvort ákæra verði gefin út en einn maður, grænlenskur skipverji af togaranum Polar Nanoq, er í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa banað Birnu. Birna hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Umfangsmikil leit var gerð að henni í vikunni á eftir og fannst lík hennar í fjörunni við Selvogsvita sunnudaginn 22. janúar. Þá voru tveir menn búnir að vera í gæsluvarðhaldi í fjóra daga, annars vegar maðurinn sem enn er í haldi og hins vegar kollegi hans af grænlenska togaranum, en honum var sleppt úr haldi tveimur vikum síðar. Ekki var farið fram á farbann yfir manninum og fór hann því aftur heim til Grænlands en maðurinn er þó enn með stöðu grunaðs manns í málinu. Grímur segir að enn sé verið að bíða eftir niðurstöðum úr lífsýnarannsóknum. „Við stefnum á að ljúka rannsókn um miðjan mánuðinn, það er öðru hvoru megin við þar næstu helgi. Okkur eru að berast annars slagið niðurstöður úr rannsóknum erlendis frá sem bætast þá bara inn í rannsóknina og við erum raunverulega bara í þeirri stöðu að vera að bíða eftir þeim niðurstöðum,“ segir Grímur. Maðurinn sem er í gæsluvarðhaldi var í liðinni viku úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í fjórar vikur á grundvelli almannahagsmuna. Hann var yfirheyrður áður en hann var leiddur fyrir dómara en hefur ekki verið yfirheyrður síðan. Grímur segir þó að hann verði yfirheyrður áður en rannsókninni ljúki en ekki hefur verið ákveðið hvenær það verður.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00 Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Skipverji fjarri öðrum föngum Thomas Møller Olsen er einn á gangi í fangelsinu á Hólmsheiði á meðan starfsmenn fangelsisins reyna að átta sig á honum. Hann sinnir hvorki vinnu né skóla. Alls 26 fangar dvelja nú í fangelsinu á Hólmsheiði. 7. mars 2017 06:00
Skipverjinn í fjögurra vikna varðhald Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum var í Héraðsdómi Reykjaness í dag úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. 2. mars 2017 14:40
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22