Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldið yfir skipverjanum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. febrúar 2017 14:34 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í liðinni viku. vísir/gva Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Jón H. B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Maðurinn sætir einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur en hann hefur nú verið í haldi í á fimmtu viku. Í samtali við Vísi í morgun sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvenær maðurinn verður næst yfirheyrður en hann var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í seinustu viku. Þá sagði Grímur jafnframt að niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Hann vildi þó ekkert fara út í hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út þeim en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri rannsóknum á lífsýnum sem send voru út. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag tveggja vikna gæsluvarðhald yfir skipverjanum sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Þetta segir Jón H. B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu á vef RÚV. Maðurinn sætir einangrun meðan á gæsluvarðhaldinu stendur en hann hefur nú verið í haldi í á fimmtu viku. Í samtali við Vísi í morgun sagði Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, að ekki væri búið að taka ákvörðun um það hvenær maðurinn verður næst yfirheyrður en hann var seinast yfirheyrður á miðvikudaginn í seinustu viku. Þá sagði Grímur jafnframt að niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Hann vildi þó ekkert fara út í hvað niðurstöðurnar sýna, hvorki um hvers konar sýni var að ræða né hvað kom út þeim en lögreglan á enn eftir að fá niðurstöður úr fleiri rannsóknum á lífsýnum sem send voru út. Þá bíður lögreglan enn eftir lokaniðurstöðu krufningar á líki Birnu og þá er staðan enn þannig að engin játning liggur fyrir í málinu. Grímur vill að öðru leyti ekki fara út í það sem fram hefur komið við yfirheyrslur. Auk mannsins sem situr í gæsluvarðhaldi hefur annar skipverji af Polar Nanoq stöðu sakbornings í málinu. Hann var í einangrun í tvær vikur en var svo sleppt. Ekki var krafist farbanns yfir honum og er hann því nú kominn heim til sín á Grænlandi. Lík Birnu fannst í fjörunni við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn en hennar hafði þá verið saknað í átta daga.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum farnar að berast lögreglunni Niðurstöður úr rannsóknum á lífsýnum sem send voru erlendis vegna rannsóknarinnar á máli Birnu Brjánsdóttur eru teknar að berast lögreglu hér á landi. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, í samtali við Vísi. 20. febrúar 2017 11:20