Hefur barist fyrir dóttur sinni í 10 ár: „Þetta snýst ekki um mig“ Oddur Ævar Gunnarsson og Sindri Sindrason skrifa 20. febrúar 2017 19:15 Þetta snýst ekki um mæður eða feður. Þetta snýst um foreldra sem beita tálmun, að hitt foreldrið fái ekki að hitta barnið. Þetta segir Ólafur William Hand, sem segir kerfið vera gamaldags og gallað og því þurfi að breyta. Þá segjast stjúpsysturnar, þær Jara Birna Þorkelsdóttir og Fríða Þorkelsdóttir, sakna fjórðu systurinnar og ekki skilja hvers vegna hún fái ekki að taka þátt í fjölskyldulífinu.Ekki hitt hana í fleiri mánuðiÓlafur segir frá því að saga sín hafi hafist árið 2006, þegar hann eignaðist dóttur. Fljótlega eftir að hún fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir dótturinnar fljótlega að tálma umgengni Ólafs við dóttur sína. Hann segir að málið hafi orðið ljótara og ljótara á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að dóttir hans fæddist. Í dag hefur Ólafur ekki hitt dóttur sína síðan þann 16. júlí á síðasta ári, eða í rúmlega 8 mánuði. Þá hafa systur hennar, ekki heldur hitt systur sína í fleiri mánuði. Þær segja samband sitt við systur sína alla tíð hafa verið gott, þær hafi þekkt hana frá því áður en hún byrjaði að tala og sakni hennar mjög.Velkst um í kerfinuÓlafur segir að hann hafi í langa tíð velkst um í kerfinu. Hann segist ekki vita hvort það sé við sýslumannað sakast, eða kerfið. „Það er þannig að ef að tálmun fer í gang, að þá hefur það foreldri sem er beitt þessari tálmun, möguleikann á að fara til sýslumanns og kvarta yfir því. Hann eða hún fær þá blað sem fyllt er út og óskað er eftir að dagsektum verði beint til þess að knýja á um umgengni.“ Ólafur segir að afgreiðsla sinna mála hafi ætíð tekið langan tíma í kerfinu þar sem aðstoð hjá sýslumanni taki langan tíma. Eftir fjórar vikur í kerfinu eru báðir foreldrar kallaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni. Ólafur segir að móðirin hafi ekki mætt í fyrsta skipti til sáttameðferðar og þá hafi liðið nokkrar vikur. Þá hafi verið liðnar 8 vikur frá því að Ólafur sá barnið sitt. „Mín krafa hefur alltaf verið sú að sá samningur sem er í gangi sem er staðfestur af sýslumanni sé bara virtur. Ég átta mig ekki á þessum hugmyndum með þessari sáttameðferð og hef ekki fengið skýringu á því.“ Ólafur bendir á að nokkru síðar eftir slíka meðferð hafi tálmun verið komið á aftur. Þá hafi sama hringrás hafist aftur þar sem Ólafi hafi verið gert að sækja um í sáttameðferð. Foreldrið sem tálmar geti þannig nýtt sér gallana í kerfinu til þess að tefja málið. Ólafur segist alls ekki vilja að málið verði kynjastimplað með einhverjum hætti.Vandamál einstaklinga sem rekja má beint til tálmunarÓlafur bendir á að hann hafi sjálfur reynslu af tálmun frá því í barnæsku, en móðir hans talaði alla tíð mjög illa um pabba hans og kom í veg fyrir að hann gæti hitt hann. Faðir hans endaði á að flytja til Bandaríkjanna. „Mörgum árum síðar þegar maður var kominn með aldur til að ráða hvað maður gerir sjálfur og þá hittum við bræðurnir pabba okkar. Að hitta föður sinn mörgum árum síðar er ofboðslega skrítið. Þú ert að hitta ókunnugan mann. Það er búið að taka pabba þinn frá þér. Fyrir mér var bara búið að myrða föður minn og ég var að hitta ókunnugan mann.“ Ólafur segir að hann eigi í dag engin samskipti við móður sína vegna þessa máls. Hann hafi hitt marga einstaklinga sem lent hafi í tálmun og í mörgum tilvikum hafi sá einstaklingur slitið algjörlega samskiptum við foreldrið sem beitti tálmuninni. „Ég hef líka hitt fullt af fólki sem lenti í slíkri tálmun og er í dag orðið ónýtt. Það er fólk sem á við mjög alvarleg vandamál að stríða, sem má beint rekja til þessa.“ Ólafur segist vakna á hverjum einasta morgni með áhyggjur, sem hann hefur af dóttur sinni vegna málsins.Fær ekki að taka þátt í fjölskyldunni„Það er verið að brjóta á þessum börnum, sáttmála sem við erum aðilar að, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem kveður skírt á um það, að börn eigi rétt á því að elska báða foreldra og umgangast báða foreldra jafnt. Mér finnst kerfið hafa brugðist barninu mínu.“ „Foreldrar sem geta ekki komið sér saman um hlutina, eru klárlega að gera barninu illt.“ Ólafur segist vera heppnasti maður í heimi, hann eigi yndislega eiginkonu sem hann er þakklátur fyrir að hafa komið inn í líf sitt og tekið þátt í þessu með honum. Hann segist eiga frábæra fjölskyldu, sem hann er þakklátur fyrir. „Barnið mitt fær ekki að taka þátt í dag.“Þetta snýst um dóttur mínaÓlafur, þú ert búinn að sýna mér fullt af tölvupóstum, sem barnsmóðir þín hefur sent þér, sem líta ekki vel út fyrir barnsmóður þína eða málstað hennar, en þú vilt ekki tala um þá eða sýna þá? „Nei mér finnst það ekki rétt, þetta eru póstar sem ég vona að hún hafi sent í geðshræringu eða einhverskonar ástandi sem hún hefur ekki verið að hugsa rétt í, ég vona það og trúi því. En fyrir mig að senda eða birta þessa tölvupósta a´þessu stigi málsins, er ég kominn niður á plan sem ég vill ekki vera á.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um dóttur mína. Ég er fyrst og fremst að hugsa um það, hvað heldur hún um móður sína? Ég vil ekki að dóttir min vakni upp 17 ára gömul og sjái það að ég hafi ekki gert neitt annað en að ráðast á móður sína.“ „Þetta snýst ekki um móður hennar, þetta snýst um dóttur mína og að hún fái þann rétt sem hún á, til þess að umgangast mig.“ Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Þetta snýst ekki um mæður eða feður. Þetta snýst um foreldra sem beita tálmun, að hitt foreldrið fái ekki að hitta barnið. Þetta segir Ólafur William Hand, sem segir kerfið vera gamaldags og gallað og því þurfi að breyta. Þá segjast stjúpsysturnar, þær Jara Birna Þorkelsdóttir og Fríða Þorkelsdóttir, sakna fjórðu systurinnar og ekki skilja hvers vegna hún fái ekki að taka þátt í fjölskyldulífinu.Ekki hitt hana í fleiri mánuðiÓlafur segir frá því að saga sín hafi hafist árið 2006, þegar hann eignaðist dóttur. Fljótlega eftir að hún fæddist slitu hann og móðir hennar samvistum. Að sögn Ólafs byrjaði móðir dótturinnar fljótlega að tálma umgengni Ólafs við dóttur sína. Hann segir að málið hafi orðið ljótara og ljótara á þeim 10 árum sem liðin eru frá því að dóttir hans fæddist. Í dag hefur Ólafur ekki hitt dóttur sína síðan þann 16. júlí á síðasta ári, eða í rúmlega 8 mánuði. Þá hafa systur hennar, ekki heldur hitt systur sína í fleiri mánuði. Þær segja samband sitt við systur sína alla tíð hafa verið gott, þær hafi þekkt hana frá því áður en hún byrjaði að tala og sakni hennar mjög.Velkst um í kerfinuÓlafur segir að hann hafi í langa tíð velkst um í kerfinu. Hann segist ekki vita hvort það sé við sýslumannað sakast, eða kerfið. „Það er þannig að ef að tálmun fer í gang, að þá hefur það foreldri sem er beitt þessari tálmun, möguleikann á að fara til sýslumanns og kvarta yfir því. Hann eða hún fær þá blað sem fyllt er út og óskað er eftir að dagsektum verði beint til þess að knýja á um umgengni.“ Ólafur segir að afgreiðsla sinna mála hafi ætíð tekið langan tíma í kerfinu þar sem aðstoð hjá sýslumanni taki langan tíma. Eftir fjórar vikur í kerfinu eru báðir foreldrar kallaðir til sáttameðferðar hjá sýslumanni. Ólafur segir að móðirin hafi ekki mætt í fyrsta skipti til sáttameðferðar og þá hafi liðið nokkrar vikur. Þá hafi verið liðnar 8 vikur frá því að Ólafur sá barnið sitt. „Mín krafa hefur alltaf verið sú að sá samningur sem er í gangi sem er staðfestur af sýslumanni sé bara virtur. Ég átta mig ekki á þessum hugmyndum með þessari sáttameðferð og hef ekki fengið skýringu á því.“ Ólafur bendir á að nokkru síðar eftir slíka meðferð hafi tálmun verið komið á aftur. Þá hafi sama hringrás hafist aftur þar sem Ólafi hafi verið gert að sækja um í sáttameðferð. Foreldrið sem tálmar geti þannig nýtt sér gallana í kerfinu til þess að tefja málið. Ólafur segist alls ekki vilja að málið verði kynjastimplað með einhverjum hætti.Vandamál einstaklinga sem rekja má beint til tálmunarÓlafur bendir á að hann hafi sjálfur reynslu af tálmun frá því í barnæsku, en móðir hans talaði alla tíð mjög illa um pabba hans og kom í veg fyrir að hann gæti hitt hann. Faðir hans endaði á að flytja til Bandaríkjanna. „Mörgum árum síðar þegar maður var kominn með aldur til að ráða hvað maður gerir sjálfur og þá hittum við bræðurnir pabba okkar. Að hitta föður sinn mörgum árum síðar er ofboðslega skrítið. Þú ert að hitta ókunnugan mann. Það er búið að taka pabba þinn frá þér. Fyrir mér var bara búið að myrða föður minn og ég var að hitta ókunnugan mann.“ Ólafur segir að hann eigi í dag engin samskipti við móður sína vegna þessa máls. Hann hafi hitt marga einstaklinga sem lent hafi í tálmun og í mörgum tilvikum hafi sá einstaklingur slitið algjörlega samskiptum við foreldrið sem beitti tálmuninni. „Ég hef líka hitt fullt af fólki sem lenti í slíkri tálmun og er í dag orðið ónýtt. Það er fólk sem á við mjög alvarleg vandamál að stríða, sem má beint rekja til þessa.“ Ólafur segist vakna á hverjum einasta morgni með áhyggjur, sem hann hefur af dóttur sinni vegna málsins.Fær ekki að taka þátt í fjölskyldunni„Það er verið að brjóta á þessum börnum, sáttmála sem við erum aðilar að, barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna, sem kveður skírt á um það, að börn eigi rétt á því að elska báða foreldra og umgangast báða foreldra jafnt. Mér finnst kerfið hafa brugðist barninu mínu.“ „Foreldrar sem geta ekki komið sér saman um hlutina, eru klárlega að gera barninu illt.“ Ólafur segist vera heppnasti maður í heimi, hann eigi yndislega eiginkonu sem hann er þakklátur fyrir að hafa komið inn í líf sitt og tekið þátt í þessu með honum. Hann segist eiga frábæra fjölskyldu, sem hann er þakklátur fyrir. „Barnið mitt fær ekki að taka þátt í dag.“Þetta snýst um dóttur mínaÓlafur, þú ert búinn að sýna mér fullt af tölvupóstum, sem barnsmóðir þín hefur sent þér, sem líta ekki vel út fyrir barnsmóður þína eða málstað hennar, en þú vilt ekki tala um þá eða sýna þá? „Nei mér finnst það ekki rétt, þetta eru póstar sem ég vona að hún hafi sent í geðshræringu eða einhverskonar ástandi sem hún hefur ekki verið að hugsa rétt í, ég vona það og trúi því. En fyrir mig að senda eða birta þessa tölvupósta a´þessu stigi málsins, er ég kominn niður á plan sem ég vill ekki vera á.“ „Ég er fyrst og fremst að hugsa um dóttur mína. Ég er fyrst og fremst að hugsa um það, hvað heldur hún um móður sína? Ég vil ekki að dóttir min vakni upp 17 ára gömul og sjái það að ég hafi ekki gert neitt annað en að ráðast á móður sína.“ „Þetta snýst ekki um móður hennar, þetta snýst um dóttur mína og að hún fái þann rétt sem hún á, til þess að umgangast mig.“
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels