Mjög sárt þegar allir fluttu burt úr Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2017 20:45 Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45