Mjög sárt þegar allir fluttu burt úr Flatey á Skjálfanda Kristján Már Unnarsson skrifar 20. febrúar 2017 20:45 Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Hálf öld er í ár liðin frá einum sérkennilegasta atburði byggðasögu Íslands þegar allir íbúar Flateyjar á Skjálfanda ákváðu saman að flytja brott. Eyjan hefur síðan verið í eyði. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við tvo gamla Flateyinga. Þegar flest var árið 1952 bjuggu 129 manns í Flatey en upp úr því fækkaði. Síðustu fimmtíu íbúarnir fluttu árið 1967 og birtust fréttir af því þegar bátarnir komu með búslóðirnar til Húsavíkur. Bryggjan var aðalathafnasvæðið í Flatey.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Gamlir Flateyingar og afkomendur þeirra nýta eyna til orlofsdvalar á sumrin, þeirra á meðal Erla Ragnarsdóttir frá Sæbergi. Hún man vel eftir því þegar allir ákváðu saman að flytja brott og segir að það hafi verið mjög sárt. „Eins og afi minn, til dæmis. Hann vildi ekki fara. Það var mjög erfitt fyrir hann,“ segir Erla. „Ég held að það hafi verið þung spor hjá mörgum að hverfa héðan burtu. Í svona yndislegu umhverfi,“ segir Guðmundur Aðalbjörn Hólmgeirsson, frá Grund í Flatey.Alli Hólmgeirs í kirkjunni í Flatey.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þau Guðmundur og Erla telja bæði að vegið hafi þungt að foreldrarnir stóðu frammi fyrir því að senda börnin burt þegar fækkaði í skóla Flateyinga og ekki fékkst kennari. Athyglisvert er að byggðin í Grímsey hélt velli á sama tíma. „Það virðist ekki hafa fækkað í Grímsey eins og gerðist hér á nokkuð löngum tíma. Á hverju ári fækkaði eitthvað þangað til þetta virðist vera bara þannig að það er ekki hægt að halda úti skóla,“ segir Alli Hólmgeirs, eins og hann er jafnan kallaður fyrir norðan.Hvert heimili átti sinn bát og skúr og aðgerðakassa á bryggjunni.Mynd/Ljósmyndasafn Þingeyinga.Húsavík sogaði einnig til sín fólk á þessum árum og þangað fluttu flestir Flateyingar en þar var uppgangur vegna byggingar Kísiliðjunnar við Mývatn. Fjallað er um Flatey á Skjálfanda í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 í kvöld. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Um land allt Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15 Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00 Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Stórhvelin taka yfir sem stjörnur Skjálfandaflóa Stórhveli eins og hnúfubakur eru að taka við af smáhvölum sem aðalsýningardýrin í hvalaskoðun frá Húsavík. 23. júní 2016 19:15
Kallaðir "Ewingar” þegar olíuborinn kom í Flatey Fyrst var borað eftir olíu á Íslandi í Flatey á Skjálfanda þegar Dallas var vinsælasti sjónvarpsþátturinn. 16. júlí 2016 13:00
Kríu og lunda fjölgar í Flatey á Skjálfanda Kríu hefur fjölgað á ný við Skjálfanda í sumar og gamlir Flateyingar segja kríufjöldann í eynni nú gríðarlegan. 24. júní 2016 20:45