Aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 15:30 Lionel Messi þarf að töfra eitthvað svakalegt fram í seinni leiknum. Vísir/Getty Fyrri viðureignum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar er nú lokið og eftir mikla markaveislu í flestum leikjanna er ljóst að liðin sextán standa misvel fyrir seinni leikinn. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight reiknar alltaf út allskyns sigurlíkur og möguleika íþróttaliða og nú er hægt að skoða hjá þeim líkurnar á því að liðin komist í átta liða úrslitin. Það hefðu örugglega fáir trúað því fyrir þessa leiki að fyrir seinni leikinn væru aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona kæmist áfram þrátt fyrir að sá leikur væri á Nývangi. Paris Saint-Germain vann hinsvegar 4-0 stórsigur á Barcelona í fyrri leiknum og er því í frábærum málum þegar liðið mætir á Nývangi 8. mars næstkomandi. Það eru bara þrjú lið sem eru í verri stöðu en Barcelona og það eru Porto (1 prósent líkur á sæti í 8 liða úrslitum), Arsenal (2 prósent) og Bayer Leverkusen (2 prósent). Arsenal spilaði sig náttúrulega út úr keppninni með því að tapa 5-1 á útivelli á móti Bayern München. Möguleikar Leicester City hækkuðu aðeins þegar Jamie Vardy skoraði mikilvægt útivallarmark undir lokin á móti Sevilla. Manchester City fékk á sig þrjú mörk á heimavelli en er samt í fínum málum þökk sé góðum sóknarleik en liðið skoraði fimm mörk hjá Mónakó og það eru 84 prósent líkur á því að City-liðið komist í átta liða úrslitin. Það er ennfremur tólf prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina en aðeins þrjú lið eru ofar eða Bayern München (22 prósent), Juventus (17 prósent) og Real Madrid (16 prósent).Liðin sem eru í bestu málunum Juventus 99 prósent Bayern München 98 prósent Atletico Madrid 98 prósent Paris Saint-Germain 93 prósent Real Madrid 84 prósent Manchester Cuty 84 prósent Sevilla 75 prósent Dormund 50 prósent Bendica 50 prósentLiðin sem eru í verstu málunum Porto 1 prósent Arsenal 2 prósent Bayer Leverkusen 2 prósent Barcelona 7 prósent Napoli 16 prósent Mónakó 16 prósent Leicester City 25 prósent Það er hægt skoða meira af sigurlíkum liðanna með því að smella hér. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira
Fyrri viðureignum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar er nú lokið og eftir mikla markaveislu í flestum leikjanna er ljóst að liðin sextán standa misvel fyrir seinni leikinn. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight reiknar alltaf út allskyns sigurlíkur og möguleika íþróttaliða og nú er hægt að skoða hjá þeim líkurnar á því að liðin komist í átta liða úrslitin. Það hefðu örugglega fáir trúað því fyrir þessa leiki að fyrir seinni leikinn væru aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona kæmist áfram þrátt fyrir að sá leikur væri á Nývangi. Paris Saint-Germain vann hinsvegar 4-0 stórsigur á Barcelona í fyrri leiknum og er því í frábærum málum þegar liðið mætir á Nývangi 8. mars næstkomandi. Það eru bara þrjú lið sem eru í verri stöðu en Barcelona og það eru Porto (1 prósent líkur á sæti í 8 liða úrslitum), Arsenal (2 prósent) og Bayer Leverkusen (2 prósent). Arsenal spilaði sig náttúrulega út úr keppninni með því að tapa 5-1 á útivelli á móti Bayern München. Möguleikar Leicester City hækkuðu aðeins þegar Jamie Vardy skoraði mikilvægt útivallarmark undir lokin á móti Sevilla. Manchester City fékk á sig þrjú mörk á heimavelli en er samt í fínum málum þökk sé góðum sóknarleik en liðið skoraði fimm mörk hjá Mónakó og það eru 84 prósent líkur á því að City-liðið komist í átta liða úrslitin. Það er ennfremur tólf prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina en aðeins þrjú lið eru ofar eða Bayern München (22 prósent), Juventus (17 prósent) og Real Madrid (16 prósent).Liðin sem eru í bestu málunum Juventus 99 prósent Bayern München 98 prósent Atletico Madrid 98 prósent Paris Saint-Germain 93 prósent Real Madrid 84 prósent Manchester Cuty 84 prósent Sevilla 75 prósent Dormund 50 prósent Bendica 50 prósentLiðin sem eru í verstu málunum Porto 1 prósent Arsenal 2 prósent Bayer Leverkusen 2 prósent Barcelona 7 prósent Napoli 16 prósent Mónakó 16 prósent Leicester City 25 prósent Það er hægt skoða meira af sigurlíkum liðanna með því að smella hér.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Fleiri fréttir „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Sjá meira