Aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona komist áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2017 15:30 Lionel Messi þarf að töfra eitthvað svakalegt fram í seinni leiknum. Vísir/Getty Fyrri viðureignum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar er nú lokið og eftir mikla markaveislu í flestum leikjanna er ljóst að liðin sextán standa misvel fyrir seinni leikinn. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight reiknar alltaf út allskyns sigurlíkur og möguleika íþróttaliða og nú er hægt að skoða hjá þeim líkurnar á því að liðin komist í átta liða úrslitin. Það hefðu örugglega fáir trúað því fyrir þessa leiki að fyrir seinni leikinn væru aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona kæmist áfram þrátt fyrir að sá leikur væri á Nývangi. Paris Saint-Germain vann hinsvegar 4-0 stórsigur á Barcelona í fyrri leiknum og er því í frábærum málum þegar liðið mætir á Nývangi 8. mars næstkomandi. Það eru bara þrjú lið sem eru í verri stöðu en Barcelona og það eru Porto (1 prósent líkur á sæti í 8 liða úrslitum), Arsenal (2 prósent) og Bayer Leverkusen (2 prósent). Arsenal spilaði sig náttúrulega út úr keppninni með því að tapa 5-1 á útivelli á móti Bayern München. Möguleikar Leicester City hækkuðu aðeins þegar Jamie Vardy skoraði mikilvægt útivallarmark undir lokin á móti Sevilla. Manchester City fékk á sig þrjú mörk á heimavelli en er samt í fínum málum þökk sé góðum sóknarleik en liðið skoraði fimm mörk hjá Mónakó og það eru 84 prósent líkur á því að City-liðið komist í átta liða úrslitin. Það er ennfremur tólf prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina en aðeins þrjú lið eru ofar eða Bayern München (22 prósent), Juventus (17 prósent) og Real Madrid (16 prósent).Liðin sem eru í bestu málunum Juventus 99 prósent Bayern München 98 prósent Atletico Madrid 98 prósent Paris Saint-Germain 93 prósent Real Madrid 84 prósent Manchester Cuty 84 prósent Sevilla 75 prósent Dormund 50 prósent Bendica 50 prósentLiðin sem eru í verstu málunum Porto 1 prósent Arsenal 2 prósent Bayer Leverkusen 2 prósent Barcelona 7 prósent Napoli 16 prósent Mónakó 16 prósent Leicester City 25 prósent Það er hægt skoða meira af sigurlíkum liðanna með því að smella hér. Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira
Fyrri viðureignum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar er nú lokið og eftir mikla markaveislu í flestum leikjanna er ljóst að liðin sextán standa misvel fyrir seinni leikinn. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight reiknar alltaf út allskyns sigurlíkur og möguleika íþróttaliða og nú er hægt að skoða hjá þeim líkurnar á því að liðin komist í átta liða úrslitin. Það hefðu örugglega fáir trúað því fyrir þessa leiki að fyrir seinni leikinn væru aðeins sjö prósent líkur á því að Barcelona kæmist áfram þrátt fyrir að sá leikur væri á Nývangi. Paris Saint-Germain vann hinsvegar 4-0 stórsigur á Barcelona í fyrri leiknum og er því í frábærum málum þegar liðið mætir á Nývangi 8. mars næstkomandi. Það eru bara þrjú lið sem eru í verri stöðu en Barcelona og það eru Porto (1 prósent líkur á sæti í 8 liða úrslitum), Arsenal (2 prósent) og Bayer Leverkusen (2 prósent). Arsenal spilaði sig náttúrulega út úr keppninni með því að tapa 5-1 á útivelli á móti Bayern München. Möguleikar Leicester City hækkuðu aðeins þegar Jamie Vardy skoraði mikilvægt útivallarmark undir lokin á móti Sevilla. Manchester City fékk á sig þrjú mörk á heimavelli en er samt í fínum málum þökk sé góðum sóknarleik en liðið skoraði fimm mörk hjá Mónakó og það eru 84 prósent líkur á því að City-liðið komist í átta liða úrslitin. Það er ennfremur tólf prósent líkur á því að Manchester City vinni Meistaradeildina en aðeins þrjú lið eru ofar eða Bayern München (22 prósent), Juventus (17 prósent) og Real Madrid (16 prósent).Liðin sem eru í bestu málunum Juventus 99 prósent Bayern München 98 prósent Atletico Madrid 98 prósent Paris Saint-Germain 93 prósent Real Madrid 84 prósent Manchester Cuty 84 prósent Sevilla 75 prósent Dormund 50 prósent Bendica 50 prósentLiðin sem eru í verstu málunum Porto 1 prósent Arsenal 2 prósent Bayer Leverkusen 2 prósent Barcelona 7 prósent Napoli 16 prósent Mónakó 16 prósent Leicester City 25 prósent Það er hægt skoða meira af sigurlíkum liðanna með því að smella hér.
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Handbolti „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Fleiri fréttir Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Sjá meira