Sér engin rök fyrir áframhaldandi einangrunarvist skipverjans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 12:37 Maðurinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/gva Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira