Verðlaunahafar Eddunnar 2017: Hjartasteinn með flest verðlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 22:35 Nína Dögg fékk meðal annars verðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini. Vísir/Hanna Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971. Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971.
Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira