Verðlaunahafar Eddunnar 2017: Hjartasteinn með flest verðlaun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. febrúar 2017 22:35 Nína Dögg fékk meðal annars verðlaun fyrir leik sinn í Hjartasteini. Vísir/Hanna Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971. Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Verðlaunahátíðin Eddan fór fram með pompi og prakt á Hótel Hilton Nordica í kvöld. Veitt voru verðlaun í meira en 20 flokkum fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri kvikmynda- og þáttagerð á síðasta ári. Kvikmyndin Hjartasteinn, í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar hreppti flest verðlaun, eða tíu talsins en fast á hæla hennar kom Eiðurinn, í leikstjórn Baltasar Kormáks, með fimm verðlaun. Hjartasteinn fékk meðal annars verðlaun sem besta mynd og besta leikstjóra, þá fékk Nína Dögg Filippusdóttir verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikkonu í aukahlutverki í myndinni en myndin fékk einnig verðlaun fyrir bestu búningahönnun, leikmynd, kvikmyndatöku og handrit. Blær Hinriksson var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í Hjartasteini. Þá hlaut Eiðurinn verðlaun fyrir bestu gervi, besta hljóð, bestu tónlist, bestu brellurnar og Gísli Örn Garðarsson fékk Edduna sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Orðbragð var valinn skemmtiþáttur ársins og Rætur besti lífsstílsþátturinn. Þá var Ófærð valinn besti þáttur síðasta árs af áhorfendum. Ævar vísindamaður var valinn Barna- og unglingaaefni ársins. Auk þess var þáttaröðin Með okkar augum valinn menningarþáttur ársins. Heimildarmynd Sölva Tryggvasonar um íslenska karlalandsliðið í fótbolta var valin heimildarmynd ársins. Edduverðlaun fyrir stuttmynd ársins fékk myndin Ungar og verðlaun fyrir besta sjónvarpsefnið fékk þáttaröðin Ligeglad. Þá var Leitin að upprunanum valinn besti fréttaþáttur ársins. Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan varð fyrir valinu sem sjónvarpsmaður ársins og gerði hann grín að því að hann og Bogi Ágústsson hefðu báðir hlotið verðlaunin. „Við Bogi Ágústsson vorum að grínast með það að við værum has beens. Ég er það ekki lengur.“ Gunnar H. Baldursson hlaut heiðursverðlaun Eddunnar fyrir störf sín í þágu kvikmyndagerðar á Íslandi en Gunnar hefur unnið að fjöldamörgum leikmyndum í íslenskum kvikmyndum allt frá árinu 1971.
Eddan Leitin að upprunanum Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira