Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur beðið Bernhard Langer afsökunar á sögu sem sagði á fundi með forráðamönnum bandarísku þinganna í janúar.
Trump sagði að Langer, sem hefur verið einn þekktasti kylfingur heims um árabil, hefði verið vísað frá kjörstað þegar Langer ætlaði sér að kjósa í forsetakjörinu.
Vandinn er hins vegar sá að Langer er ekki bandarískur þegn, heldur þýskur ríkisborgari. Langer sagði í viðtali við bandaríska fjölmiðla í gær að Trump hefði hringt í sig og beðist afsökunar á þessu.
„Við töluðum í síma og hann var mjög skýr. Hann sagði að ef hann sagði eitthvað sem hafi komið sér illa fyrir mig þá baðst hann afsökunar á því. Ég baðst afsökunar á líka fyrir þau ummæli sem voru röng og skildum við í góðu,“ sagði Langer.
„Ég sagði vini sögunna, sem sagði öðrum vini frá þessu, sem sagði öðrum vini og þannig koll af kolli. Svo barst þetta til einhvers sem þekkti einhvern í Hvíta húsinu.“
Lesa má nánar um málið á vef golfdigest.com sem og upphaflegu frétt New York Times um fullyrðingar Bandaríkjaforseta.
Trump bað þekktan kylfing afsökunar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn