Aðdáendur Perry hafa beðið lengi eftir nýjum slagara frá söngkonunni en lítið hefur heyrst frá henni frá útgáfu síðustu plötu hennar Prism árið 2014 ef frá er talið lagið Rise sem var þemalag Ólympíuumfjöllunnar NBC í fyrra.
Gera má ráð fyrir að lagið sé fyrsta smáskífa Perry af næstu plötu hennar en ekki er vitað hvenær hún á að koma út.
Laginu fylgir textamyndband þar sem sjá má hendur matreiða pínulítinn mat fyrir hamstur og má sjá það í spilaranum hér fyrir neðan.