Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 19:30 Barnsfaðir Írisar fær ekki leyfi til að koma til Íslands en hann er frá Sri Lanka sem er utan Schengen-svæðisins. Vísir/skjáskot Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið. Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið.
Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42