Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 19:30 Barnsfaðir Írisar fær ekki leyfi til að koma til Íslands en hann er frá Sri Lanka sem er utan Schengen-svæðisins. Vísir/skjáskot Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið. Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið.
Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42