Fær ekki að hitta dóttur sína á Íslandi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 19:30 Barnsfaðir Írisar fær ekki leyfi til að koma til Íslands en hann er frá Sri Lanka sem er utan Schengen-svæðisins. Vísir/skjáskot Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið. Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Manni frá Sri Lanka er meinað að koma til Íslands að heimsækja dóttur sína sem hann á með íslenskri konu, því hann fær ekki vegabréfsáritun. Maðurinn, sem starfar í banka í London og hefur verið búsettur þar síðastliðin ár, hefur fengið þau svör að hætta sé á að hann setjist að á Íslandi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær var sagt frá ungri konu frá Sri Lanka sem fær ekki að heimsækja íslenska systur sína á Íslandi. Norska sendiráðið í Sri Lanka sér um málefni Íslands og veitir henni ekki vegabréfsáritun því hún er talin of líkleg til að ílengjast á Íslandi. Íris Eva Gísladóttir hefur svipaða sögu að segja. Hún kynntist barnsföður sínum, sem er frá Sri Lanka, í London og þau eignuðust hana Evu saman. Leiðir skildu og mæðgurnar búa nú á Íslandi. En maðurinn hefur aldrei getað heimsótt dóttur sína. „Fyrst þegar hann sækir um að koma til Ísland þá var hún nokkurra mánaða. Hann fær neitun þrátt fyrir að vera skráður barnsfaðir minn. Ég skrifaði bréf þar sem ég sagði ástæðu heimsóknarinnar vera að hitta dóttur sína svo ég þyrfti ekki að ferðast um langan veg með pínulítið barn.“ Barnsfaðir Írisar skilaði gögnum sem sýndu fram á að hann væri vel stæður og í fastri vinnu í London. En hann var talinn of líklegur til að setjast að á Íslandi, enda ógiftur og eignalaus í Sri Lanka. „Samt sem áður getur hann vel sýnt fram á að hann verði aldrei baggi á íslensku samfélagi. Hann er yfirmaður HSBC alþjóðabankans í London en fær samt ekki skrifað upp á visa til að koma til Íslands," segir Íris og bætir við að hann hafi það gott og hafi alls engan áhuga á að búa á Íslandi. Hann hefur sótt aftur um en fengið synjun af sömu ástæðum. Þetta hefur haft áhrif á samband feðginanna. „Við höfum farið til London nokkrum sinnum að hitta hann - en hann hefur aldrei fengið að sjá dóttur sína í hennar umhverfi, leikskólann hennar og annað. Það er alltaf svolítið öðruvísi - fyrir hana líka.“ Útlendingastofnun gaf ekki kost á viðtali í dag en veitti þær upplýsingar að reglurnar sem farið er eftir við útgáfu vegabréfsáritana séu þær sömu í öllum Schengen-ríkjunum enda gildi slíkar áritanir inn á allt Schengen-svæðið.
Tengdar fréttir Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Fær ekki að heimsækja systur sína á Íslandi Hin 22 ára Dilmi þykir of líkleg til að setjast að á landinu og fær því ekki vegabréfsáritun. 9. febrúar 2017 18:42