Allir stjórnmálamenn lofa bótum og betrun og segja má að heilbrigðismálin hafi verið aðalmálið fyrir síðustu kosningar. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Birgi Jakobsson landlækni í Víglínuna til að ræða þetta og fleira tengt heilbrigðismálum.
Einnig koma í þáttinn ráðherrarnir Þorsteinn Víglundsson og Jón Gunnarsson ásamt Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna og Birni Leví Gunnarssyni þingmanni Pírata.
Meðal annars verður rætt um nýja skýrslu um slæma meðferð á vistmönnum Kópavogshælis, áhrif sjómannaverkfallsins á byggðir landsins og fleira. En sjávarútvegsráðherra kynnti skýrslu í gær sem sýnir að verkfallið kostar þjóðfélagið milljarða króna og hefur lamað atvinnu og athafnalíf víða á landsbyggðinni þar sem sjávarútvegur er aðal atvinnugreinin.
Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12:20 á laugardögum.