Segir síðustu vikur þær verstu í sögu Polar Seafood

Grænlenski frystitogarinn Polar Nanoq tilheyrir skipaflota Polar Seafood. Þrír skipverjar Polar Nanoq voru handteknir við rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur og situr einn þeirra enn í gæsluvarðhaldi.
„Mannlegi harmleikurinn á Íslandi hefur hreyft við öllum innan fyrirtækisins, óháð því hvort starfsmaður okkar beri ábyrgð í málinu. Dómstólar skera úr um það og við berum 100 prósent traust til þeirra,“ skrifar Leth í yfirlýsingu til grænlenskra fjölmiðla.
Birna Brjánsdóttir hvarf aðfaranótt 14. janúar og fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar eftir umfangsmikla leit. Skipverji Polar Nanoq sem situr nú í haldi var síðast yfirheyrður af lögreglu í gær og er hann grunaður um að hafa ráðið Birnu bana.
Tengdar fréttir

Líklegt að lögreglan muni ekki fá upplýsingar um ferðir rauða bílsins á laugardagsmorgninum
Engar yfirheyrslur eru fyrirhugaðar í dag yfir manninum sem grunaður er um að hafa myrt Birnu Brjánsdóttur en hann situr í gæsluvarðhaldi og sætir einangrun vegna málsins.

Sést þrífa rauða Kia Rio-bílinn að innan og utan á bryggjunni
Ekki liggur fyrir játning í manndrápsmálinu í Hafnarfirði en sönnunargögn í því hrannast upp. Hæstiréttur staðfesti í dag framlengt gæsluvarðhald í tvær vikur yfir manninum sem talinn er bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur.

Hæstiréttur staðfestir áframhaldandi gæsluvarðhald
Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manninum sem grunaður er um að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana.

Skipverjinn var yfirheyrður í morgun í fyrsta skipti í viku
Maðurinn sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í síðasta mánuði var yfirheyrður í morgun.

Telja dánarorsök Birnu vera drukknun
Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun.