120 manns sóttu um stöðu markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en starfið færist til Osló Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. febrúar 2017 11:31 Margir bíða eflaust spenntir eftir því að H&M opni á Íslandi. vísir/getty Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði. Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Eins og kunnugt er mun sænska verslunarkeðjan H&M opna þrjár verslanir hér á landi á árinu og því næsta. Í upphafi árs var því auglýst eftir starfsfólki en fyrirtækið var í samstarfi við Capacent á Íslandi vegna ráðningaferlisins. Meðal annars var auglýst eftir verslunarstjórum, útstillingarfólki og svo markaðsfulltrúa en umsækjendur um það starf fengu tölvupóst frá Capacent á dögunum þar sem greint var frá því að forsendur starfsins hefðu breyst töluvert frá því þegar það var auglýst. Alls sóttu 120 manns um starf markaðsfulltrúa H&M á Íslandi en í póstinum sem Capacent voru umsækjendur látnir vita af því að forsendur starfsins hefðu breyst á þann veg að nú er gert ráð fyrir því að starfsmaðurinn sé staðsettur í Noregi í eitt ár og vinni þar með markaðsteymi H&M. Voru umsækjendur beðnir um að staðfesta að þeir hefðu enn áhuga á starfinu og vildu þar með halda áfram í umsóknarferlinu en Vísir hefur ekki upplýsingar um hvort og þá hversu margir drógu umsókn sína til baka í kjölfar þess að forsendur starfsins breyttust. Skrifstofan er í Osló og eru launin um 500 þúsund norskar krónur fyrir árið eða um 6,7 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Deilt niður á tólf mánuði gera það um 550 þúsund krónur í mánaðarlaun. Í tölvupóstinum til umsækjenda kemur fram að einhver aðstoð verði veitt í upphafi við að koma sér fyrir en starfsmaðurinn þurfi síðan sjálfur að standa straum af kostnaði við húsnæði.
Tengdar fréttir H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58 H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
H&M á Íslandi byrjar að ráða fólk Sænska verslunarkeðjan H&M sem mun opna tvær verslanir hér á landi á þessu ári annars vegar og hins vegar á því næsta hefur samið við ráðningarfyrirtækið Capacent um ráðningar starfsfólks. 5. janúar 2017 16:58
H&M kemur í stað verslunar Hagkaupa Ráðgert er að H&M verslun opni seinnihluta árs 2017 í Kringlunni. 16. desember 2016 10:29